Íslenskir stjórnmálamenn hafa haldið margar góðar ræður í gegnum tíðina. Hér eru tilvitnanir í þrjár slíkar, haldnar af þrem stjórnmálamönnum sem allir eru gegnheilir stuðningsmenn þeirrar ríkisstjórnar sem nú er að myndast í sumarbústöðum feðranna.
En hvaða stjórnmálamenn eru það sem vitnað er til (ekki gúggla strax)?
Ræða um útrásina haldin 20. maí 2002:
„Rök þessara athafnamanna eru að kunnáttan sem þeir hafa fengið á hinum íslenska heimamarkaði geri þá hæfa til að keppa á stærri mörkuðum, jafnvel betur hæfa en aðra vegna þess að nálægðin og gegnsæið á hinum smáa íslenska markaði hafi verið þeim harður skóli.“
Ræða haldin 21. mars 2003:
„Öflugt og vel rekið bankakerfi er undirstaða alls atvinnulífs á Íslandi og útrás íslensku bankanna á erlenda markaði er ánægjulegur vitnisburður um þann kraft sem leystur hefur verið úr læðingi við það að færa bankana úr ríkiseigu í hendur einkaframtaksins.“
Ræða haldin 31. mars 2006:
„Í ljósi þeirrar jákvæðu þróunar sem orðið hefur í íslensku efnahagslífi undanfarin misseri og þeirrar öflugu uppbyggingar sem átt hefur sér stað hefur verið sérkennilegt að fylgjast með þeirri neikvæðu og villandi umræðu sem birst hefur að undanförnu í nokkrum erlendum fjölmiðlum. Oftar en ekki hefur mátt rekja þessi skrif til óvandaðrar umfjöllunar greiningardeilda erlendra banka sem eru í beinni samkeppni við íslenska banka. Það er auðvelt að hrekja slíkan villandi málflutning með því að leiða fram staðreyndir sem byggja á opinberum og alþjóðlegum hagtölum.“
Comments
Andrés Magnússon
21. maí 2013 - 17:25
Permalink
En hver sagði eftirfarandi árið 2006?
Höfundi er ljúft og skylt að viðurkenna að margir harðduglegir og áræðnir forystumenn í íslenska fjármálaheiminum hafa náð miklum árangri í starfi, vöxtur fjármálageirans og landvinningar hafi verið ævintýri líkastir.