Lindarhvoll hf., félag í eigu ríkisins hefur samið við Landsbankann um “að veita ráðgjöf við sölu skráðra hlutabréfaeigna í umsýslu félagsins.” Um er að ræða eignir sem kröfuhafar í bankana létu ríkið fá fyrr á árinu. Alþingi samþykkti lög í mars sl. með einu mótatkvæði sem heimila fjármálaráðherra að einkavæða þessar eignir. Um það skrifaði ég m.a. þennan pistil. Í ljósi sögunnar verður það að teljast athyglisvert, svo ekki sé nú meira sagt, að ríkið leiti ráðgjafar hjá Landsbankanum um ráðstöfun eigna okkar. Ekki að það skipti öllu máli. Þetta fer á endanum allt á sömu hendur eins og venjulega.
Ein stærsta einkavæðing sögunnar er komin á fullan skrið.