Ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á flokksþingi framsóknarflokksins um helgina var öðrum þræði hefðbundin formannsræða á slíkum fundum en einnig óábyrg og skaðleg þegar litið er til þess að formaðurinn er jafnframt forsætisráðherra.
Það er óábyrgt gagnvart almenningi og fyrirtækjum sem líða fyrir gjaldeyrishöftin að halda því fram að innan örfárra vikna muni hundruð milljarðar renna í ríkissjóðs um leið og gjaldeyrishöft verði afnumin. Það er óábyrgt af hálfu forsætisráðherra hvaða ríkisstjórnar sem er að halda ræðu líka þeirri sem forsætisráðherra hægristjórnarinnar gerði um helgina. Það veikir stöðu Íslands gagnvart erlendum aðilum sem eru þegar búnir að átta sig á að ekki ar alltaf að marka forystumenn ríkisstjórnarinnar. Það gerir stöðu Seðlabanka Íslands erfiðari og ótrúverðugri að þurfa sífellt að vera að leiðrétta óábyrgar og glannalegar yfirlýsingar forsætisráðherra og draga úr skaðlegum áhrifum þeirra.
Í stuttu máli þá hefur forsætisráðherra unnið meira ógagn en gagn með framgöngu sinni.
Og það ekki í fyrsta sinn.