Orðin tóm

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist vilja kalla breytingar sem Seðlabankinn gerði í dag á fjárfestingarkostum krónueigenda á Íslandi, fyrstu skrefin í afnámi gjaldeyrishaftanna. Það er frekar undarleg yfirlýsing í ljósi þess að í viðtali við sama Bjarna í Viðskiptablaðinu fyrir nokkrum mánuðum kemur fram að „... Seðlabankinn hafi lækkað stöðu aflandskróna bæði með sérstökum  viðskiptum og útboðum í samræmi við áætlun um afnám hafta frá mars 2011.” Stabbinn hafi þannig verið lækkaður um 238  milljarða frá Hruni.
Seðlabankinn segir svo í yfirlýsingu í dag að tilgangurinn með breytingunni sem gerð var í dag hafi verið “ … að búa í haginn fyrir frekari skref að losun fjármagnshafta.“
Í ljósi þeirra afreka sem ríkisstjórn hægriflokkanna á að baki í afnámi haftanna er skiljanlegt að Bjarni líti svo á að um risastórt skref sé að ræða.
Staðreyndin er samt sú að það hefur lítið sem ekkert gerst á kjörtímabilinu í þessum efnum þrátt fyrir stórar yfirlýsingar um annað.
Þetta eru orðin tóm sem áður.