Áfall fyrir Hönnu Birnu

Niðurstaða Umboðsmanns Alþingis á rannsókn á þætti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í Lekamálinu er í stuttu máli sú að hún og liðsmenn hennar í Innanríkisráðuneytinu reyndu með óeðlilegum hætti að hafa áhrif á rannsókn málsins. Umboðsmaður er þeirrar skoðunar að „að efni samskipta innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki samrýmst þeim reglum sem ráðherra bar að virða um sjálfstæði og hlutlægni lögreglunnar.“ Það er jafnframt niðurstaða umboðsmanns að Hanna Birna hafi sem ráðherra reynt að leiða rannsókn málsins á villigötur með óskýrum og ónákvæmum svörum og tafið úrlausn málsins.
Hverju ætli þeir svari nú sem hafa lagt allt í sölurnar  til að verja ráðherrann og gerðir hennar í málinu?
Niðurstaða Umboðsmanns Alþingis er áfall fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem mun tæpast eiga afturkvæmt í stjórnmálin eftir þetta.
Mynd/Pressphotos.biz