Mælingar Hagstofunnar sýna að hagvöxtur hér á landi er langt undir því sem áætlað var. Seðlabankinn hefur síðan gefið út yfirlýsingu um að verðbólga sé í raun hættulega lítil og beri merki þess að lítið sé að gerast á landinu. Þetta, ásamt fleiru, er til merkis um að efnahagslífið sé við það að stöðvast og nálgist alkul. Það virðist því líta út fyrir að á einu og hálfu ári hafi hægrimönnum algjörlega tekist að klúðra þeim tækifærum sem þeir fengu upp í hendurnar eftir kosningarnar vorið 2013. Þá slógu þeir strax af allar áætlanir um opinberar fjárfestingar, lækkuðu skatta á stórfyrirtæki og hafa síðan haldið ótrauðir áfram á þeirri dauðabraut með mörgum vanhugsuðum aðgerðum.
Merkilegt hve lítið er um þetta fjallað í fjölmiðlum þeirra.