Í haustbyrjun 2013 gekk Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, á fund Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra í þeim tilgangi að fá upplýsingar um áform stjórnvalda varðandi spítalann í fjárlagafrumvarpi sem þá átti að fara að leggja fram. Í kjölfar fundarins sagði Björn upp starfi sínu sem forstjóri Landspítalans. Honum ofbauð að heyra boðskap ráðherrans og sagðist ekki ætla að verða sá sem leiddi þjóðarsjúkrahúsið fram af bjargbrúninni. Fleiri aðilar úr heilbrigðisgeiranum vöruðu við því sem þá var lagt upp með en það var ekki hlustað á þá frekar en forstjóra Landspítalans.
Sú stað sem nú er uppi á því ekki að koma heilbrigðisráðherra á óvart, þó hann láti þannig. Þetta var allt séð fyrir og er afleiðing þess þegar stjórnmálamenn eins og Kristján Þór Júlíusson taka hvorki rökum né góðra manna ráðum og kjósa þess í stað að tuddast áfram í átt að pólitískum markmiðum sínum, hvað sem hver segir og gegn allri heilbrigðri skynsemi.