Upplausn og óvissa

Stéttarfélögin í landinu hafa slitið öllu samstarfi við ríkisstjórn hægriflokkanna. Það hafa læknar og annað starfsfólk í heilbrigðisgeiranum líka gert. Það stefnir í hörð átök á vinnumarkaðinum í vetur.
Það er almenn upplausn innan fjölmargra opinberra stofnana vegna óvissra fyrirætlana stjórnvalda og fjandsamlegs viðhorfs þingliðs stjórnarflokkanna til stofnana og starfsfólks þeirra.
Á rétt rúmu ári hefur ríkisstjórnarflokkunum tekist að valda meiri upplausn, óvissu og úlfúð í samfélaginu en dæmi eru um. Sem er engin tilviljun.
Það er í svona ástandi sem varnir fólks eru veikastar og möguleikar stjórnvalda eru bestir til að ná fram markmiðum sínum.
Því kjósa stjórnarliðar að standa í stöðugu stríði við fólkið í landinu og valda sem mestum usla í samfélaginu.