Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins er útkoma ársins betri en áætlað var. Tekjur hærri, útgjöld minni og handbært fé meira en búist var við. Allt er þetta í fullkomnu ósamræmi við yfirlýsingar formanna stjórnarflokkanna um verri stöðu ríkissjóðs en þeir höfðu gert ráð fyrir. . Í skjóli þeirra ósanninda hefur verið boðaður mikill niðurskurður í rekstri ríkisins og sérstök niðurskurðarsveit úrvalsþingmanna stjórnarflokkanna sett á fót í þeim tilgangi.
Fjármála- og efnahagsráðherra virðist því taka lítið mark á starfsfólki síns eigins ráðuneytis og niðurstöðum þeirra um ríkisfjármálin.
Það er því engin haldbær ástæða fyrir tugmilljarða niðurskurði með kreppudýpkandi afleiðingum eins og haldið hefur verið fram.
Það er einungis gert til að þjóna hugmyndafræðinni.
Sem sett er ofar öðru.