Davíð sjötugur

Ég sé að margir hafa notað tækifærið til að gera lítið úr Davíð Oddssyni á internetinu í dag í tilefni sjötugsafmælis hans. Það finnst mér óþarfi, næg eru tilefnin til þess utan þessa dags. Davíð er þrátt fyrir allt einn fyrirferðarmesti og jafnframt umdeildasti stjórnmálamaður sögunnar og pólitísk arfleið hans mun vara um langa hríð. Margt af því reyndar ekki til góðs fyrir land og þjóð að mínu mati.
Vonandi hefur dagurinn verið honum og hans fólki ánægjulegur.

 

 

Mynd: Pressphoto.biz