Spurning um hæfi

Jón Gunnarsson ráðherra er þekktur fyrir að ganga erinda þeirra sem kosta hann til þings. Bæði formaður og varaformaður atvinnuveganefndar eru styrktir til þings af hagsmunaaðilum sem þeir eru þekktir fyrir að tala fyrir.
Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis er styrktur af skattaskjólsfélagi. Hann sem formaður nefndarinnar mun m.a. fá það hlutverk í þinginu að halda utan um vinnu við að koma í veg fyrir skattaskjólsbissnesinn sem fjármálaráðherra hefur talað um að sé í forgangi hjá honum þó ekkert sé um það að finna í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar.
Kannski er kominn tími til að ráðherrar og nefndarformenn séu yfirheyrðir af Alþingi um sín mál m.a. til að kanna hæfi þeirra til starfanna?