Háskólarnir eru enn í hættu

Stuttu fyrir kosningar sendu rektorar allra háskóla á Íslandi frá sér áskorun til stjórnvalda um að fjárfesta í háskólunum og framtíðinni. Nú þegar ný ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins hefur tekið við völdum sjá skólarnir ekki ástæðu til að draga yfirlýsingu sína til baka heldur þvert á móti er hún enn áberandi á heimasíðum þeirra. Sem er fullkomlega eðlilegt enda hefur nýja ríkisstjórnin engin áform uppi um að auka fjármagn til þeirra, a.m.k. ef marka má stefnuyfirlýsingu hennar.