Alþingi og sjálfstæði þess er veikara nú en verið hefur. Þriðjungur þingmanna stjórnarflokkanna er ráðherrar. Verðandi forseti Alþingis kemur úr stjórnarliðinu. Allir stjórnarflokkarnir eru svo hver um sig með þingflokksformann eins og gefur að skilja sem er annasamt starf. Þetta þýðir að í rauninni hefur stjórnarliðið aðeins 17 þingmenn á plani til annarra starfa, s.s. til nefndarstarfa og nefndarforystu auk starfa í þinginu sjálfu.
Í stuttu máli er um helmingur þingmanna stjórnarliðsins úr leik í hefðbundnum þingstörfum. Hinn helmingurinn sem á að annast þingstörfin er að auki að stórum hluta án þingreynslu. Vægi framkvæmdavaldsins gegn löggjafarvaldinu er of mikið.
Þetta er ekki gott.