Stjórnarmyndun

Frá kosningum hafa þrír forystumenn stjórnmálaflokka fengið formlegt umboð forseta Íslands til stjórnarmyndunar, Katrín Jakobsdóttir, Birgitta Jónsdóttir og Bjarni Benediktsson. Sá síðastnefndi er nú með það umboð í annað sinn. Katrín stýrði formlegum stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka en Bjarni er nú í annarri tilraun með sömu flokkum og áður, enda virðist hugur hans stefna ákveðið í þá áttina. Birgittu einni tókst ekki að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum.
Það er eðlilegt þegar svo langur tími hefur liðið frá kosningum að stjórnmálamenn leiti nýrra leiða til að koma saman stjórn svo að hægt sé að koma þessari frá.
Það er líka í anda niðurstaða kosninganna.