„Við óbreytt ástand geta háskólarnir ekki starfað áfram með eðlilegum hætti. Háskólastarfi á landinu er stefnt í hættu.“
Rektorar allra háskóla á Íslandi hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir lýsa ekki aðeins áhyggjum sínum af stöðu skólanna heldur segja háskólastarfi á landinu stefnt í hættu.
Sú framtíðarsýn sem ríkisstjórn hægriflokkanna setti fram í fjármálaáætlun sinni til næstu ára er skelfileg fyrir háskóla landsins og þar með menntun í landinu. Án öflugs háskólastarfs í landinu sem stendur jafnfætis því sem annarsstaðar þekkist munum við sem þjóð dragast aftur úr á öllum sviðum. Rannsóknir, nýsköpun og samkeppnishæfni Íslands mun skaðast til framtíðar ef ekki verður snúið af þeirri braut sem mótuð hefur verið um háskólana í landinu. Meðal annars þess vegna er það afar brýnt að koma ríkisstjórn hægriflokkanna frá völdum og velja til forystu fólk sem hefur skilning á gildi menntunar.
Það er ágætt að hafa það í huga þegar við kjósum á laugardaginn.