Hvað þarf til að stoppa þetta fólk?

Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA, skrifaði sl. vetur grein um fjárhagsvanda skólans sem vakti mikla athygli. Í greininni segir m.a.: „Við verðum öll að gera okkur grein fyrir því að svona getur þetta ekki gengið öllu lengur og þegar staðan er farin að bitna á námi nemenda finnst mér að þar með séum við komin algjörlega upp að vegg.“
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra hægriflokkanna, sagðist hafa skilning á stöðu skólans en lét að öður leyti ekki ná á sig né svaraði skólameistaranum um hvort til stæði að gera eitthvað í málinu.
Nú er svo komið fyrir fjárhag VMA að til greina kemur að senda nemendur heim í næstu viku. Skólinn fær ekki peninga til rekstrar!
Á tæpum þremur árum tókst ríkisstjórn hægriflokkanna undir forystu Illuga Gunnarssonar að leggja fjárhag VMA í rúst. Það er ekki óviljaverk heldur meðvituð pólitísk ákvörðun. Það er engu líkara en að það sé markviss stefna ríkisstjórnarinnar að knésetja framhaldsskólana fjárhagslega.
Staða framhaldsskólanna er algjörlega óviðunandi og óásættanleg með öllu.
​Hvernig getum við látið þetta gerast fyrir framan augun á okkur?​
Hvað þarf til að stoppa þetta fólk?​