Ég hef ákveðið að gefa kost á mér á framboðslista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar.
Ég var þingmaður kjördæmisins kjörtímabilið 2009 – 2013 og var m.a. á þeim tíma varaformaður og síðar formaður fjárlaganefndar Alþingis, formaður samgöngunefndar og auk þess formaður þingflokks Vinstri grænna. Ég hef verið varaformaður Vinstri grænna frá því 2013 og gegnt ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum fyrir hreyfinguna frá stofnun hennar jafnt innan þings sem utan.
Nú hefur verið opnað fyrir aðgang að vefsíðu þar sem allir sem eru félagsbundnir í Vinstri grænum í kjördæminu geta gert tillögur um fólk á framboðslista hreyfingarinnar.
Ég hvet þá sem vilja sjá sterkan framboðslista Vinstri grænna í NA-kjördæmi í kosningum í haust að taka þátt í mótun listans og senda inn tillögur um vænlega frambjóðendur.