Skilið þýfinu!

Skattkerfisbreytingar á árunum eftir Hrun höfðu að stofninum til tvíþætt hlutverk. Annars vegar að afla ríkissjóði tekna og hins vegar að dreifa byrðum Hrunsins á þá sem meira höfðu á milli handanna. Þess vegna voru m.a. skattar á auðuga hækkaðir, sem og á fjármagnstekjur umfram ákveðið lágmark sömuleiðis. Með því að afla nýrra tekna með þeim hætti var komið í veg fyrir enn meiri niðurskurð í rekstri velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfisins. Eftir breytingarnar færðist skattkerfið hér á landi nær því sem það var og er í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við.
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, vill að þessum skattahækkunum verði „skilað til baka“, líkt og um þýfi sé að ræða.
Það er mun líklegra að tillögur hans og Viðskiptaráðs fái betri viðtökur hjá núverandi stjórnvöldum en þær fengu hjá vinstristjórninni.
Því miður.