Ríkisstjórn hægriflokkanna er ríkisstjórn átaka og upplausnar. Hún nýtir hvert færi sem henni gefst til átaka og forðast samstöðu og samvinnu eins og heitan eldinn. Um það sjáum við ótal dæmi þessa dagana. Ráðherrar leggja sig í líma við að skapa upplausn og valda óreiðu í öllum sínum störfum. Það heyrir orðið til undantekninga ef ákvarðanir og athafnir ráðherra og þingliðs hægriflokkanna ganga snurðulaust fyrir sig. Þau virðist hvorki ráða vel við verkefnin sem þau hafa tekið að sér né hafa vilja til að eiga samstarf um lausn mikilvægra mála.
Þetta fólk kýs ófrið þó friður sé í boði.
Enda kunna þau ekki annað.