Þeir félagar Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson fengu Búnaðarbankann á sínum tíma fyrir lítið fé. Salan til þeirra var hluti af helmingaskiptareglu hægriflokkanna tveggja sem þá stjórnuðu landinu og gera enn. Báðir eru þeir úr ranni framsóknar runnir en fulltrúar sjálfstæðisflokksins fengu Landsbankann. Báðir þessir bankar lentu aftur í fanginu á fyrrum eigendum sínum og þarf ekki að rekja þá sögu frekar.
Ólafur Ólafsson sem var fyrir nokkru dæmdur til fangelsisvistar fyrir svik er búsettur í Sviss af skattalegum ástæðum. Hann vill ekki borga skatta til Íslands eða taka þátt í rekstri samfélagsins sem hann lék svo grátt samkvæmt dómi Hæstaréttar. Ólafur er stjórnarformaður og aðaleigandi skipafélags sem ber íslenskt nafn og skip þess sömuleiðis íslensk nöfn. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar sínar í Hollandi af skattalegum ástæðum og til að komast undan ábyrgð á mönnunum og skráningu. Þaðan sér Ólafur um að í ágætu samstarfi við hitt skipafélagið sem sömuleiðis á skip sem bera íslensk nöfn.
Nú andskotast Ólafur Ólafsson út í íslensku dómarana sem dæmdu hann sekan jafnt í héraði sem Hæstarétti. Hann sýnir engin merki um auðmýkt eða eftirsjá gegn þeim sem hann braut. Hann er vís til að endurtaka leikinn, komist hann í færi til þess.
Það er skömm að þessu liði.