Ungur róttækur bóndi

Fyrir fjórum árum var Alþingi með fjárlagafrumvarp til umfjöllunar þar sem tekist var í fyrsta sinn á við afleiðingar Hrunsins. Óumflýjanlegur niðurskurður blasti við á öllum sviðum. Hann var mismikill eftir málaflokkum en öllum erfiður og mörgum sár. Ég man eftir ræðum ungs róttæks bónda í mínum þingflokki um mikilvægi RÚV, ekki síst fyrir landsbyggðina og til að tryggja ábyggilegan fréttaflutning til mótvægis við miðla í einkaeigu. Við vorum reyndar öll þessarar skoðunar og erum enn.
Ungi bóndinn sneri hins vegar við blaðinu og situr nú leiðtoga sínum á hægri hönd í forsætisráðuneytinu.
Þaðan sem tilefnislausri aðför að RÚV er stjórnað.
Eins og um var rætt.