Heimilin í landinu

Fá hugtök hafa verið misnotuð jafn rækilega á undanförnum árum og „heimilin í landinu“. Hvað er átt við með „heimilin í landinu“? Eru það öll heimili sem haldin eru af öllum stærðum og gerðum í öllum sínum fjölbreytileika eða bara sum?
Heimili er samfélag fólks, einstaklinga, hjóna, sambúðarfólks, foreldra og barna þar sem allir deila löngunum sínum og þrám, tilfinningum og ábyrgð. Eða eitthvað í þessa veruna. Heimilisfólk (fjölskylda) er hvert öðru skuldbundið og sýnir hvert öðru trúnað og vinskap.
Til að heimili þrífist vel þarf ytra umhverfi að vera því hliðhollt. Góður aðgangur að velferðar- og heilbrigðiskerfinu, aðgangur að menntun þarf að vera boðlegur,  sem og tómstundir og menningarlíf. Laun og vinnutími þurfa að vera þannig að fjölskylda geti átt gæðatíma saman á hverjum einasta degi.

Bjarni einn og yfirgefinn

Formaður sjálfstæðisflokksins var og er, eins og flestir aðrir, andsnúinn stóru millifærslunni. En hann varð undir í samstarfi stjórnarflokkanna í því máli. Bjarni Benediktsson hefur í samstarfi við Seðlabankann ítrekað lagt fram tillögu að uppgjöri á milli gamla og nýja Landsbankans sem er nauðsynleg forsenda þess að afnema gjaldeyrishöftin. Enn hefur hann ekki haft erindi sem erfiði gegn framsóknarflokknum hvað þetta varðar. Það gæti þó breyst á morgun.

Hvað er að þessu fólki?

Þau ljúga að þingi og þjóð.
Þau bera út sögur um fólk.
Þau tala niður til fólks.
Þau hæðast að almenningi.
Þau reka ræstingarfólkið.
Þau kaupa bíla af dýrustu sort.
Þau fara illa með skattfé ríkisins.

Hvað er að þessu fólki?

Hvað verður um allan peninginn okkar?

Hvað verður um peningana sem ríkisstjórnin var að deila út? Hver fær þessa 80 milljarða?
Það sem málið snýst um er að ríkissjóður kaupir hluta af útlánum fjármálastofnana og borgar fyrir það annars vegar með núverandi skatttekjum og hins vegar með framtíðarskatttekjum. Hver einasta króna fer því beint í bankann sem ríkisstjórnin segir þó að fjármagni dæmið! Ekki króna afskrifuð hjá almenningi. Bankanum greitt allt sitt upp í topp - úr ríkissjóði.
Í stuttu máli: Íslensk fjármálafyrirtæki voru rétt í þessu að fá 80 milljarða króna inn á reikningana sína sem eru án vafa stærsta peningamillifærsla frá skattgreiðendum til fjármálafyrirtækja sem átt hefur sér stað á byggðu bóli. Líklega heimsmet eins og talað var um að yrði.
Hvað ætli bankar og fjármálastofnanir geri við milljarðana sína?
Ekki láta þau þá liggja vaxtalausa í bankanum?

Fólk er ekki fífl ...

Það kennir ýmissa grasa í glærukynningu ríkisstjórnarinnar á millifærslunni. Meðal annars þetta:
20 milljarðar eru færðir beint af tekjuhlið ríkissjóðs í millifærsluna, þ.e.a.s. ríkið (við ) borgum þetta með sameiginlegum tekjum okkar allra (sjá glæru 7).
Skattaafsláttur til viðbótar upp á 20 milljarða króna þýðir niðurskurð í útgjöldum upp á sömu upphæð (sjá glæru 9).
25% millifærslunnar fara til fólks með meira en 16 milljónir í árslaun (sjá glæru 31).
32% af millifærslunni fara til fólks sem er eldra en 56 ára sem er sá aldurshópur sem skuldar minnst og á mest (sjá glæru 43).
45% millifærslunnar fara til fólks sem á meira en 13 milljónir í eigin fé (sjá glæru 41).

Skuldskeytt brotlending ...

Niðurstaða reikniverks míns gamla félaga, Tryggva Þórs Herbertssonar, á stóru millifærslunni er skýrari en maður þorði að vona. Það á sem sagt að dæla hátt í hundrað milljörðum króna úr ríkissjóði inn á útlánsreikninga fjármálastofnana, mest á lán þeirra sem mesta hafa á milli handanna og minnst til hinna. Fyrir síðari hópinn mun millifærslan hvorki dekka lækkun vaxtabóta né hækkun matarskatts. Þetta kom glögglega fram í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, sérfræðings í skuldskeyttum lánum (?) sem annaðist kynningu á millifærslunni fyrir ríkisstjórnina í dag.
Það er hlegið í bankanum í dag.

Og svo koll af kolli ...

Niðurstaða úr útreikningum sérfræðinga ríkisstjórnarinnar á því hvernig á að deila út 80 milljörðunum í stóru millifærslunni á að liggja fyrir á mánudaginn. Það hefur áður komið fram að bankar og fjármálastofnanir eru með fyrstu tíu veðréttina á undan lækkun höfuðstóls skulda hjá skuldurum.
Í 11. grein laga um millifærsluna er nánar tilgreint hver röð kröfuhafa er. Það er gott fyrir þá sem bíða að kynna sér þessa lagagrein vel. Hún er skýringin á væntanlegum vonbrigðum þeirra sem héldu að þeir væru að fá stóra vinninginn.
Úr 11. grein laganna um millifærsluna:
„Fyrst skal ráðstafað inn á elsta ógreidda gjalddaga lánsins í eftirfarandi röð:

Sjálfri sér næst verst ...

Hægriflokkarnir  fást ekki við nein vandamál sambærileg þeim sem þurfti að takast á við fyrstu árin eftir Hrun. Verkefni þeirra eru aðeins brot af því sem unnið var upp í hendurnar á þeim á árabilinu 2009 til 2013. Eina sem þeir þurfa að gera er að halda áfram þar sem frá var horfið og gæta þess að klúðra ekki neinu. En það virðist ætla að verða þeim ofraun.

Vonir og væntingar

Svokölluð væntingarvísitala „… gefur til kynna framtíðarvæntingar hvað varðar efnahagsmál, atvinnumál og væntar tekjur íslenskra heimila“, eins og segir á heimasíðu Capacent. Fyrirtækið mælir væntingar fólks með því að spyrja það hvaða mat það leggi á núverandi efnahagsaðstæður og ástand í atvinnumálum, hvaða væntingar það hafi til atvinnumála á næstu mánuðum og hvernig það telji að heimilistekjur þess muni þróast á næsta hálfa ári.

Má ég biðja um rök?

Heldur finnst mér sá ágæti stjórnmálafræðingur Ólafur Harðarson komast létt frá þessu viðtali. Undir lok þess gefur hann í skyn að gagnrýni á stjórn hægriflokkanna sé innihaldslaus þar sem „menn skipti alveg um rullur“ og segi„ allt annað í stjórn en stjórnarandstöðu.“  Um þetta nefnir Ólafur þó engin sérstök dæmi.
Ég man ekki til þess að þau okkar sem studdu og stóðu að ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar hafi skipt um skoðun eða fari með aðra rullu núna um pólitísk málefni en áður. Mér finnst þvert á móti gagnrýni á stjórnarstefnu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vera yfir höfuð málefnaleg og byggð góðum rökum. Enda eru skýr skil á milli þessara tveggja ríkisstjórna og stefnu þeirra eins og allir sjá.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS