Nýr utanþingsráðherra?

Það er mat flestra að klaufaleg og langdregin viðbrögð Bjarna Benediktssonar, formanns sjálfstæðisflokksins, í kjölfar afsagnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur hafi opinberað betur en áður veikleika hans sem stjórnmálamanns. Afsögn hennar átti sér langan aðdraganda, ekki síst vegna ákvarðanafælni formanns flokksins við að taka á málinu. Bjarni hafði því nægan tíma til að velja arftaka Hönnu Birnu en gerði það ekki. Það hefur síðan orðið til þess að þingmenn flokksins berjast sín á milli um ráðherrastólinn lausa auk þess sem flokksfélög víðs vegar að af landinu senda áskoranir til stuðnings sínu fólki.

Náttúrulögga Ragnheiðar

Árhundruðum saman hafa Íslendingar getað notið náttúru landsins án þess að þurfa að greiða fyrir það sérstaklega. Um þetta hefur verið ágætis sátt meðal þjóðarinnar. Þá gerist það í upphafi 21. aldar að stjórnmálaflokkur sem markaðssetur sig sem frjálslyndan ákveður að skylda landsmenn til að kaupa sérstakan passa, náttúrupassa, vilji fólk á annað borð njóta þess sem landið býður upp á. Sérstök sveit fólks, óeinkennisklædd Náttúrulögga á að fylgjast með því fyrir hönd stjórnvalda að landsmenn gerist ekki brotlegir með því að horfa og njóta íslenskrar náttúru ókeypis. Fólk getur átt von á því að þurfa að reiða passann fram hvenær og hvar sem er og hvert sem leiðin kann að liggja . Náttúrlögga Ragnheiðar getur verið hvar sem er, konan á tjaldsvæðinu, karlinn í sjoppunni eða eftirlitsmyndavélin í bankanum.

Það er eins gott að borga.

Sprengiuppgjör hjá HB-Granda

HB-Grandi birti á dögunum uppgjör vegna þriðja ársfjórðungs yfirstandandi árs. Það er óhætt að segja að afkoma fyrirtækisins hafi verið afar góð á tímabilinu, líklega sú besta sem sést hefur til þessa. Hagnaður HB-Granda (sem gerir upp í evrum) á þriðja ársfjórðungi nam 20 milljónum evra (ríflega 3 mia.kr.) og EBITDA 26 milljónum evra (4 mia.kr.) eftir veiðigjöld, hvorki meira né minna. HB-Grandi greiddi 3,2 milljónir evra (493 m.kr.) í veiðigjöld á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Fyrirtækið hefur á fyrstu 9 mánuðum ársins greitt u.þ.b. 1 milljarð í veiðigjöld sem er um 600 m.kr. minna en á sama tími í fyrra, enda voru veiðigjöldin lækkuð eins og frægt er.

Pólitísk leiksýning af ódýru gerðinni ...

Eftir fyrsta yfirlestur á breytingartillögum ríkisstjórnarinnar við sitt eigið fjárlagafrumvarp kemur í ljós að um er að ræða mikla pólitíska leiksýningu eins og búast mátti við.
Skoðum það aðeins:

Í fréttum er þetta helst ...

EFTA dómstólinn sendi í dag út það álit sitt að Íslenskir verðtryggðir lánasamningar standist ekki ákvæði ESB um neytendalán. Líklegt er talið að lántakendum verði endurgreiddur að fullu kostnaðurinn sem á þá hefur fallið vegna þess.
Framsóknarflokkurinn segir að svo kölluð leiðrétting sé nú komin til framkvæmda án þess þó að nokkur hafi orðið var við það. „Leiðréttingin“ á að sögn framsóknarmanna að bæta lántakendum verðbætur sem lagst hafa ofan á lán þeirra, sömu verðbætur sem þeir fá líklega endurgreiddar miðað við álit EFTA dómstólsins í dag.
Forsætisráðherra talaði til þjóðarinnar á laugardaginn.

EFTA álit í stuttu máli og meira til ...

Í stuttu máli:

Stolnar fjaðrir ...

Kjarninn segir frá því í gær að það gæti endað þannig að Ísland stórgræddi á Hruninu og fengi jafnvel 3-500 milljarða króna í kassann með því að leggja sérstakan skatt á eignir erlendra aðila í þrotabúum gömlu föllnu bankanna. Fari svo yrði það mikill pólitískur sigur fyrir formenn hægriflokkanna sem myndi fylgja þeim út lífið, að mati Kjarnans.
Skoðum þetta aðeins betur.

Hvað ef ...?

Hvað ef blaðamenn DV hefðu gefist upp á Lekamálinu eða látið það niður falla eins og aðrir fjölmiðlar gerðu?
Hvað ef menn með þetta hugarfar hefðu náð tangarhaldi á DV fyrir ári eða svo?
Hvað ef Björn Ingi Hrafnsson og félagar hefðu keypt DV um síðustu áramót?
Hvað ef almenningur hefði ekki látið sig málið varða með skrifum og mótmælum?
Væri Hanna Birna Kristjánsdóttir þá enn ráðherra?

Blússandi góður gangur

Ný skýrsla Íslandsbanka um sjávarútveginn sýnir enn og aftur hversu vel og stöndug greinin er orðin þrátt fyrir að öðru sé haldið fram. Samkvæmt skýrslunni námu tekjur sjávarútvegsins 263 milljörðum á árinu 2013 og EBITDA nam 62 milljörðum. Arðgreiðslur á árinu námu 12 milljörðum króna og höfðu aukist um 87% á milli ára. Þrátt fyrir barlóminn og að sjávarútvegsfyrirtækin kveinkuðu sér undan veiðigjöldum var fjárfesting í sjávarútvegi á síðasta ári 22% yfir meðalfjárfestingu síðustu tíu ára þar á undan.

Er allt leyfilegt í dag?

Er hvergi grensa á gagnrýni almennings á stjórnvöld? Hvernig voga öryrkjar sér t.d. að gagnrýna Pétur Blöndal, manninn sem öðrum þingmönnum fremur hefur ævinlega haft hagsmuni litla mannsins í fyrrirúmi - alltaf? Heldur þetta lið svo að það geti bara gagnrýnt stjórnarþingmenn einn daginn og beðið þá síðan um að koma á fund til sín þann næsta?
ER ALLT LEYFILEGT Í DAG?

Það er ekki hægt að skálda þetta.
Svona handrit skrifar sig sjálft og fyrirhafnarlaust í höndum höfundanna.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS