Verklausi ráðherrann

Kristján Þór Júlíusson er án vafa slakasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Af 30 málum sem hann hefur lagt inn til þingsins eru 26 svör við fyrirspurnum og aðeins fjögur lagafrumvörp. Af þessum fjórum lagafrumvörpum eru tvö innleiðing EES tilskipana og hvorugt hinna hefur verið afgreitt á þinginu.
Í stuttu máli virðist Kristján Þór vera algjörlega verklaus ráðherra.

Alvöru jólasveinar - varist eftirlíkingar.

Fyrsti jólasveininn kom til byggða í nótt flestum til mikillar ánægju en einhverjum til ama eins og gengur. Það er rétt að vara fólk við jólasveina-eftirlíkingum sem stundum skjóta upp kollinum á þessum tíma og eiga lítið skylt við alvöru jólasveina og eru almennt hvorki til gagns né gamans.
Hér má sjá myndband með alvöru jólasveinum.

Fjarvistar assistant

Eins og kunnugt er var forsætisráðherra fjarverandi við umræður og atkvæðagreiðslu um mikilvægasta frumvarp ríkisstjórnarinnar, fjárlagafrumvarpið.  Þó svo að ráðherrann sé með sjö aðstoðarmenn á sínum snærum virðist enginn þeirra hafa þann starfa að tilkynna um tíðar fjarvistir ráðherrans. Sem hlýtur þó að vera verðugt starf og full staða fyrir hraustan mann.
Það kæmi því ekki á óvart að þeim áttunda yrði bætt við fljótlega, nokkurs konar fjarvistarassistant.
Skál fyrir því!

Maður, líttu þér nær!

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, krefur Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni vegna fréttaflutnings. Honum er, líkt og öðrum hægrimönnum, í nöp við RÚV og hefur lagt sig fram við að knésetja það með öllum þeim ráðum sem hann kann og þekkir.
Og þau eru nokkur.

Ríkisstjórn upplausnar og spillingar

Ríkisstjórn hægriflokkanna á Íslandi er vond ríkisstjórn. Hún elur á sundrungu og upplausn í stað þess að sameina. Hún er spillt og ráðherrar hennar misbeita valdi sínu þegar þeim sýnist.

Vondar fréttir

Hagstofan birti í morgun tölur um landsframleiðslu á þriðja ársfjórðung yfirstandandi árs sem eru heldur skuggalegar og úr takti við allar spár um hagvöxt á árinu. Landsframleiðsla á þriðja ársfjórðungi 2014 dróst saman um 0,2% (-0,2%) frá sama fjórðungi síðasta árs og hefur aðeins aukist um 0,5% á fyrstu níu mánuðum ársins á meðan þjóðarútgjöld vaxa um 3%. Einkaneysla sem hefur haldið hagvextinum á floti, dregst mikið saman og mælist nú -0,5% og nemur 2,8% á fyrstu þrem ársfjórðungum ársins sem er langt undir því sem ætlað var.
Allt eru þetta vondar fréttir og í engu samræmi við spár eða orðræðu stjórnvalda. Það sem verst er þó er að þetta eru vísbendingar um stöðnum og versnandi lífskjör almennings í náinni framtíð.

Skynsemin varð ofan á

Það er greinilegt að þinglið sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að styðja við bakið á formanni sínum varðandi uppgjör á forgangskröfum í þrotabú gamla Landsbankans. Um það vitnar undanþágan frá gjaldeyrishöftunum sem Seðlabankinn hefur nú veitt á grunni samkomulags á milli gamla og nýja Landsbankans.

Biðleikur hjá Bjarna

Fyrir þrem dögum skrifaði ég þennan pistil og reyndist nokkuð sannspár.

Tíu góðar ástæður ...

Tíu góðar ástæður til að halda þinginu gangandi fram á gamlársdag og fella ríkisstjórnina:

  1. Afnám auðlegðarskatts.
  2. Boðaðar breytingar á stjórn fiskveiða.
  3. Breytingar á framhaldsskólunum.
  4. Eyðilegging heilbrigðiskerfisins.
  5. Eyðileggingin á RÚV.
  6. Hækkun matarskatts.
  7. Lækkun veiðigjalda.
  8. Lækkun örorkubóta.
  9. Makríllinn afhentur útgerðinni.
  10. Verkfall lækna.

Sá sjöundi í röð aðstoðarmanna forsætisráðherra

Ríkisstjórnin hefur ráðið Hrannar Pétursson til að lappa upp á upplýsingagjöf ríkisstjórnarinnar. Hlutverk Hrannars verður m.a. að „… efla upplýsingagjöf og skerpa á áherslum í samskiptum við almenning, fjölmiðla og hagsmunaaðila í atvinnulífinu“, eins og segir á vef forsætisráðuneytisins.
Hrannar var áður upplýsingafulltrúi Alcan og síðar framkvæmdastjóri hjá Vodafone m.a. þegar stóra lekamálið átti sér stað en hætti störfum þar í haust.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS