Nýr tónn í málsvörn Hönnu Birnu

Fyrst örlítið um Lekamálið.

Slóðaháttur stjórnvalda í læknadeilunni

Bjarni Benediktsson fjármálaráherra segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast við kjaradeilu lækna. Það er hárrétt hjá honum. En stjórnvöld brugðust hins vegar ekki við, heldur létu deiluna standa mánuðum saman með tilheyrandi kostnaði og alvarlegum afleiðingum fyrir almenning í landinu. Það heitir ekki að bregðast við. Það er slóðaháttur.

Um hvaða stöðugleika er maðurinn að tala?

Flestir fagna því að ríkið hafi loksins láta verða af því að semja við lækna. En svo eru þeir til sem finnst þetta heldur súrt. Einn þeirra er Karl Garðarsson, þingmaður framsóknarflokksins, sem vill meina að samningurinn „marki upphafið að endalokum stöðugleika í landinu.“
Hvorki meira né minna!

I´m not a framsóknarmaður

„I´m not a crook“, sagði Richard Nixon þegar hart var að honum sótt vegna Watergate málsins árið 1973. Stuttu síðar hrökklaðist hann nú samt frá völdum enda voru þessi fleygu orð hans hin mestu öfugmæli. Nú hefur nýr ritstjóri DV náð að fanga þá hugsun sem bjó í orðum Amríkanans betur en aðrir hafa gert og snúa henni að auki snilldarlega yfir á íslensku.
Tær snilld!

Húrra fyrir Slysavarnaskóla sjómanna!

Árið 2014 var þriðja árið frá upphafi skráninga á sjóslysum þar sem engin banaslys urðu meðal íslenskra sjómanna. Þennan árangur má að mínu mati fyrst og síðast þakka frábæru starfi Slysavarnaskóla sjómanna sem leitt hefur af sér hugarfarsbreytingu meðal sjómanna og útgerðarmanna um allt land. Markvisst starf skólans við að þjálfa sjómenn til að takast á við óvænt atvik um borð í skipum, oft við erfiðar aðstæður, hefur skilað sér í bættri öryggismenningu í sjávarútvegi sem leitt hefur til mikillar fækkunar á slysum frá því sem áður þekktist. Auðvitað hefur þarna fleira áhrif, s.s. fækkun skipa og betri og stærri skip sem og aðbúnaður sjómanna um borð í skipum. Mest um vert er að slysum fækkar.
Margfalt húrra fyrir Slysavarnaskóla sjómanna!!!

 

Lygin mæld í ljósárum

Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður Sinnum, hélt aldeilis makalausa ræðu yfir hausamótunum á gestum síðasta ársfundar Samtaka atvinnulífsins. Þar mældi hún muninn á íslenska heilbrigðiskerfinu og því albaníska í ljósárum, síðarnefnda landinu í hag. Gallinn við þessa mælingu er hins vegar sá að hún er ómark og vitleysa frá upphafi til enda. Það er reyndar ekki langt síðan að Helgi Magnússon, þá formaður Samtaka iðnaðarins, hélt mikla lofræðu um efnahagsmálin í Rússlandi eftir heimsókn sína þangað og lagði eindregið til að Íslendingar tækju sér það til fyrirmyndar. Fólk á hægri jaðri sjálfstæðisflokksins virðist því öðru fremur sjá tækifærin þar sem eymdin er mest.

Efnahagslífið nálgast alkul

Mælingar Hagstofunnar sýna að hagvöxtur hér á landi er langt undir því sem áætlað var. Seðlabankinn hefur síðan gefið út yfirlýsingu um að verðbólga sé í raun hættulega lítil og beri merki þess að lítið sé að gerast á landinu. Þetta, ásamt fleiru, er til merkis um að efnahagslífið sé við það að stöðvast og nálgist alkul. Það virðist því líta út fyrir að á einu og hálfu ári hafi hægrimönnum algjörlega tekist að klúðra þeim tækifærum sem þeir fengu upp í hendurnar eftir kosningarnar vorið 2013. Þá slógu þeir strax af allar áætlanir um opinberar fjárfestingar, lækkuðu skatta á stórfyrirtæki og hafa síðan haldið ótrauðir áfram á þeirri dauðabraut með mörgum vanhugsuðum aðgerðum.
Merkilegt hve lítið er um þetta fjallað í fjölmiðlum þeirra.

 

Kirkjan og auðmenn

Forsætisráðherra ríkisstjórnar hægriflokkanna segir að unnið sé að samkomulagi við kirkjuna um að endurgreiða henni niðurskurð í ríkisframlögum frá Hruni. Hann segir kirkjuna hafa gefið talsvert eftir af því fjármagni sem hún „hefur átt tilkall til“. Sömuleiðis hafi hún staðið sig svo vel að undanförnu að hún eigi skilið að fá fulla leiðréttingu á Hruninu. Sama ríkisstjórn aflagði um áramótin sérstakan skatt á auðmenn upp á 8-10 milljarða króna og hafði þar á undan lækkað veiðigjöld um marga milljarða.

Þeim virðist vera skítsama

Getur það verið rétt haft eftir fjármálaráðherra að það standi ekki til að fylgjast sérstaklega með því hvort lækkun vörugjalda skili sér til neytenda? Var þessi lækkun ekki m.a. notuð til að réttlæta hækkun á matarskatti? Matur upp og ísskápar niður í verði? Brauðmolunum sáldrað til almennings, eins og þingmaðurinn sagði.
Stjórnvöldum virðist skítsama um hver lendingin verður, hver áhrif vörugjaldalækkunarinnar verður, hvort hún fer í eða úr vasa neytenda.
Við erum greinilega komin aftur á þann pólitíska stað þar sem markaðsöflunum er látið óhindrað eftir að díla við pöpulinn sem nýtur engrar verndar frá stjórnvöldum.

Framsókn hefur yfirtekið DV

Það hefur verið þyngra en tárum taki að fylgjast með darraðadansinum í kringum DV. Ríkir karlar reyndu að kaupa það til að losna við umfjöllun um sig. Hortugir lögmenn lögðu þeim lið.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS