Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður Sinnum, hélt aldeilis makalausa ræðu yfir hausamótunum á gestum síðasta ársfundar Samtaka atvinnulífsins. Þar mældi hún muninn á íslenska heilbrigðiskerfinu og því albaníska í ljósárum, síðarnefnda landinu í hag. Gallinn við þessa mælingu er hins vegar sá að hún er ómark og vitleysa frá upphafi til enda. Það er reyndar ekki langt síðan að Helgi Magnússon, þá formaður Samtaka iðnaðarins, hélt mikla lofræðu um efnahagsmálin í Rússlandi eftir heimsókn sína þangað og lagði eindregið til að Íslendingar tækju sér það til fyrirmyndar. Fólk á hægri jaðri sjálfstæðisflokksins virðist því öðru fremur sjá tækifærin þar sem eymdin er mest.