Framsóknarflokkurinn er rasistaflokkur

 „Allur þorri framsóknarmanna er kominn með upp í kok af framgangi borgarstjórnarflokksins.“ Þetta fullyrðir Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði. Þetta er rétt hjá Stefáni Boga. Flestir framsóknarmenn eru afar ósáttir við að hafa í forystu fyrir flokkinn fólk sem elur á fordómum og andúð gagnvart trúarbrögðum og kynhneigð.
En það breytir ekki því að á meðan svo er þá er framsóknarflokkurinn rasistaflokkur.

Bjarna er ekki treyst

Ágreiningur á milli formanna stjórnarflokkanna um leiðir við afnám haftanna verður augljósari með hverjum deginum sem líður. Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn hafa unnið nokkuð vel saman um stór mál, oftast nær í andstöðu við formann framsóknarflokksins. Dæmi um það sáum við varðandi lengingu á skuldabréfi Landsbankans undir lok síðasta árs. Nú hefur það gerst að formaður framsóknarflokksins vék fulltrúa Seðlabankans úr ráðgjafahópi um afnám haftanna og setti þar í staðinn nánasta ráðgjafa sinn og vin og gerði að varaformanni hópsins. Varaformennirnir eru því tveir. Ljóst er að forsætisráðherra hefur krafist þessara breytinga til að styrkja stöðu sína gagnvart formanni sjálfstæðisflokksins í undirbúningi afnáms gjaldeyrishaftanna.

Samhengislaust rugl um höftin - uppfært

Ég hef áður fjallað um samhengislausar yfirlýsingar formanna hægriflokkanna um afnám gjaldeyrishaftanna. Það er full ástæða til að uppfæra þann lista, enda af nógu að taka.

Þann 23. apríl 2013 sagði formaður sjálfstæðisflokksins að hægt yrði að afnema gjaldeyrishöftin á næstu mánuðum.

Þann 23. apríl  2013 sagði formaður framsóknarflokksins að afnám haftanna myndi ekki taka langan tíma.

Þann 27. maí 2013 tilkynnir nýr forsætisráðherra að höftin verði afnumin samkvæmt áætlun sem byggist á hans hugmyndum.

Styrkja app

Ungur amrískur drengur hefur hannað athyglisverða viðbót við Greenhouse sem gerir kjósendum mögulegt að sjá hverjir það eru sem styrkja frambjóðendur og þingmenn í Amríku. Vonandi mun einhver hérlendur taka þennan dreng sér til fyrirmyndar.
Sagan segir okkur að næg ástæða sé til þess.

Ásmundur tryggir öryggi þjóðarinnar

Ásmundur Friðriksson þáði boð Félags múslima á Íslandi vegna niðrandi ummæla sinna í þeirra garð. Á Ásmundi mátti skilja að fundurinn hafi verið haldinn til að ræða öryggismál þjóðarinnar og hann hafi fundið óvænta bandamenn um þau mál hjá félagi múslima á Íslandi. Hefur öryggi Íslands verið ógnað af múslimum á Íslandi? Ef svo er, þá hvernig og hvenær?

DV - af sem áður var

Fjármálaráðherra sagðist í dag ætla að herða enn frekar á brauðmolakenningunni með því að lækka skatta á tekjuhæstu hópana.
Sami ráðherra hótar að slíta viðræðum vegna umsóknar Íslands að ESB.
Innanríkisráðherra rassskellti samflokksmann sinn vegna rassískra ummæla hans.
Forsætisráðherra kvartar yfir því að verið sé að þrengja möguleika á því að ræða um bakgrunnskoðun á fólki út frá trúarbrögðum.

Mús-lim-missti

Jónas Kristjánsson heldur ágætt yfirlit yfir ýmis nýyrði og hugtök úr smiðju ráðherra og þingmanna hægristjórnarinnar.
Í dag bættist við orðið „Mús-lim-missti“ sem  skýrir sig sjálft.

Ekki uppfullur af fordómum - almennt

Ásmundur Friðriksson þingmaður sjálfstæðisflokksins vill láta „kanna bakgrunn“ múslima á Íslandi í þeim tilgangi að „vernda Íslendinga“ enda sé „öryggi þjóðarinnar“ undir. Ásmundur bætti svo um betur í hádegisfréttum RÚV og segist vilja „vara við þeirri hættu sem fylgt hefur mörgum hópum“ og hann vilji ræða það “hvernig við getum boðið þessu fólki að búa hérna.“ Sjálfur segist Ásmundur ekki vera „uppfullur af fordómum - almennt“.

Snillingunum hefur mistekist herfilega

Hagstofan gaf í morgun út tölur um vöruskipti í desember 2014. Samkvæmt þeim voru vöruskipti við útlönd 7,3 milljarðar í plús í síðasta mánuði ársins. Fyrstu 11 mánuði ársins voru vöruskiptin neikvæð um 1,7 milljarða þannig að niðurstaða ársins var um 5,5 milljarðar í plús. Þetta er minnsti afgangur í vöruskiptum við útlönd síðan fyrir Hrun (sjá mynd) sem er mikið áhyggjuefni ofan í allt annað. Hagvöxtur er langt undir væntingum, vöruskipti við útlönd við núllið og fátt ef nokkuð sem bendir til bata.

Skýringar forsætisráðherra duga ekki

Forsætisráðherra Íslands fékk boð um að sameinast öðrum þjóðarleiðtogum í mótmælagöngu gegn ofbeldi í París í gær. En hann þáði það ekki. Undir miðnætti í gær kom orðsending frá ráðuneytinu þar sem segir að „vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni.“
Skoðum þetta aðeins betur.
1. Skammur fyrirvari. Jú, það er rétt. En sú ástæða kom ekki í veg fyrir að forsætisráðherrar allra Norðurlandanna mættu á staðinn sem og tugir annarra víðs vegar úr heiminum.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS