Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, skrifaði ágæta grein í Kjarnann (í tveimur hlutum) undir yfirskriftinn „Er Ísland best í heimi?“ Því er auðvitað fljótsvarað. Ísland er ekki best í heimi frekar en önnur lönd, enda erfitt að mæla „best“ svo öllum líki.
Hvað um það.
Í þessari ágætu grein veltir Þórður Snær m.a. fyrir sér framtíðarmöguleikum ungs fólks á vinnumarkaðinum á Íslandi og kemst að þeirri niðurstöðu að þeir séu í rauninni ekki mjög miklir. Þórður Snær gerir í því sambandi að umfjöllunarefni sínu að stjórnvöld hafi í langan tíma ekki stutt við atvinnugreinar sem kalla á meiri menntun en finna má í sjávarútvegi, ferðaiðnaðinum og stóriðju. Það er margt til í þessu.