Af því hann ræður engu um það!

 Davíð Oddsson, fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Íslands, virðist undrandi á því að hafa ekki verið spurður hvort hann vildi heimila birtingu á símtali sem hann átti við Geir H Haarde um lánveitingu til Kaupþings þann 6. október 2008.

Forsætisráðherrann skaðlegur íslenskum hagsmunum

Forsætisráðherra Íslands segist nú hafa fullan skilning á því að Seðlabankinn hafi lánað Kaupþingi nærri 80 milljarða króna haustið 2008, rétt áður en bankinn féll. Um helmingur upphæðarinnar tapaðist. Hann heldur því jafnframt fram að það hafi verið hinn eðlilegasti hlutur að setja almannafé í einkabanka enda hafi fleiri þjóðir gert það. Seðlabankinn var útblásinn af innistæðulausum bréfum ofvaxins bankakerfis þegar hann féll. Við borgum og forsætisráðherranum finnst það í góðu lagi.

Ágætur eins og hann er

 Dr. Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður sjálfstæðisflokksins, er einn af skemmtilega fólkinu sem ég hef kynnst. Hann tekur sjálfan sig ekki mjög hátíðlega og er fyrirtaks húmoristi. Alltaf hreinn og beinn í samskiptum og lætur sig litlu varða um hvað öðrum finnst um hann. Hann virðist eiga auðvelt með að umgangast fólk með aðrar skoðanir en hann sjálfur hefur og það er auðvelt að umgangast hann eins og ég þekki. Hann er eins og flestir umdeildir menn sterkur karakter og all fyrirferðarmikill. Ég er eiginlega aldrei sammála honum um nokkurn hlut og þekki reyndar fáa, ef nokkurn, sem er jafn auðvelt að vera ósammála. Hann er samt ágætur eins og hann er og mér líkar vel við hann.
Hef rökstuddan grun um að það sé ekki gagnkvæmt.
En mér er skítsama um það.

 

Það er skömm af þessu liði

 Þeir félagar Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson fengu Búnaðarbankann á sínum tíma fyrir lítið fé. Salan til þeirra var hluti af helmingaskiptareglu hægriflokkanna tveggja sem þá stjórnuðu landinu og gera enn. Báðir eru þeir úr ranni framsóknar runnir en fulltrúar sjálfstæðisflokksins fengu Landsbankann. Báðir þessir bankar lentu aftur í fanginu á fyrrum eigendum sínum og þarf ekki að rekja þá sögu frekar.

Bjarni fer með rangt mál

Það er svo til allt rangt sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir um lán Seðlabankans til Kaupþings þann 6. október 2008.
Bjarni segir „...að lánið hefði ekki verið veitt til Kaupþings nema að fengnum veðum sem hafi þótt trygg á þeim tíma.“
Þetta er rangt. Það var ekkert veð tekið fyrir láninu þegar það var veitt. Það gerðist síðar. Það voru engir pappírar undirritaðir þegar lánið var veitt. Það gerðist síðar. Allar lánareglur Seðlabankans voru þverbrotnar við lánveitinguna.
Bjarni segir „...að sjálfsögðu á þingið rétt á að fá skýringar og ég tel reyndar að þær séu komnar fram.“

Guðni stenst ekki skoðun

Guðni Ágústsson er fyrrverandi formaður framsóknarflokksins og margfaldur ráðherra í helmingaskiptastjórnum sjálfstæðis- og framsóknarflokksins. Hann var í forystusveit framsóknarflokksins og ríkisstjórna í nokkur kjörtímabil og bar ábyrgð sem slíkur á þeim efnahagslega óskapnaði sem búinn var til á Íslandi.
Nú reynir hann að endurskrifa söguna sér í hag. Nú segir hann að honum hafi aldrei þótt neitt eðlilegt við íslenska efnahagsundrið.
Eigum við að athuga hvort sú fullyrðing stenst sögulegan samanburð?

Fimmti maðurinn

„Rök þessara athafnamanna eru að kunnáttan sem þeir hafa fengið á hinum íslenska heimsmarkaði geri þá hæfa til að keppa á stærri mörkuðum, jafnvel betur hæfa en aðra vegna þess að nálægðin og gegnsæið á hinum smáa íslenska markaði hafi verið þeim harður skóli.“ (ÓRG í ræðu í Harvard-háskóla 20. maí 2002 – bls. 172 og á forseti.is)

Damage control

 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að til greina komi að koma skattsvikurum undan refsingu. Það á þó aðeins við um þá sem gerst hafa stórtækir á því sviði og að því gefnu að þeir greiði skattinn sem þeir reyndu að stela og lofi því að gera þetta aldrei aftur. Bjarni hreytti síðan ónotum í skattrannsóknarstjóra vegna hugsanlegra kaupa á gögnum sem gætu upplýst um stórfelld skattsvik íslenskra auðmanna. Viðbrögð almennings létu ekki á sér standa og flestum fannst formaður sjálfstæðisflokksins hafa bæði sýnt dómgreindarleysi og hroka með yfirlýsingum sínum. Ljóst var að þingið myndi taka málið í sínar hendur á næstu dögum ef ekki yrði breyting á.

Sigurður Ingi tekur sér stöðu

Sigurður Ingi Jóhannsson byrjaði illa sem ráðherra. Gerðir hans voru m.a.ástæða fyrir fyrstu  mótmælum gegn ríkisstjórninni aðeins örfáum dögum eftir að hún var mynduð vorið 2013. 35 þúsund Íslendinga mótmæltu síðan með undirskrift sinni lækkun veiðigjalda sem Sigurður Ingi stóð fyrir síðar það sama sumar. Fleiri aðgerðir og ekki síst ýmis furðuleg ummæli urðu til þess að hann fékk á sig yfirbragð klaufalegs, pólitísks tudda.
En það er mikið vanmat og vanþekking á ráðherranum.

Persónur og leikendur

Eins og þeir vita sem vilja, hrundi íslenska efnahagsundrið til grunna í ársbyrjun 2008. Því var þó haldið leyndu um tíma og ekki gert lýðum ljóst fyrr en undir árslok það sama ár. Um þetta skrifaði ég ágætis pistil á sínum tíma sem rétt er að rifja upp að gefnu tilefni.
Enda er um sömu persónur og leikendur að ræða í öllum helstu burðarhlutaverkum.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS