Nálgumst efnahagslegt alkul

Samkvæmt nýjum upplýsingum Hagstofunnar var hagvöxtur á síðasta ári aðeins 1,9% sem er 40% minni hagvöxtur en áætlanir stjórnvalda gerðu í upphafi ráð fyrir að yrði (3,2%) og nærri helmingi lægri en á árinu 2013 (3,6%).
Efnahagsaðgerðir hægristjórnarinnar hafa einkennst af niðurskurði og skattalækkunum á auðmenn og fyrirtæki.
Þetta er afleiðingin.

Árni ætti að skammast sín

Það er óumdeilt að Árni Sigfússon er einn versti bæjarstjóri sem starfað hefur á Íslandi. Undir hans forystu töpuðu íbúar Reykjanesbæjar öllum eignum sínum. Atvinnulífið í sveitarfélaginu er slæmt og félagsleg staða verri en annarsstaðar á landinu. Árni og félagar hans í sjálfstæðisflokknum skildu við fjárhag bæjarins í svo slæmu ástandi að veruleg hætta er á að Reykjanesbær tapi sjálfstæði sínu og verði tekin yfir af ríkinu.
Í stað þess að biðja íbúa Reykjanesbæjar afsökunar, velur Árni Sigfússon að hæðast að þeim og ljúga.
Það kemur í hlut annarra að hreinsa til eftir sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ eins og víðar annars staðar.
Maður hefði haldið að menn eins og Árni Sigfússon myndu reyna að hafa hægt um sig á meðan.

Samsláttur hjá Frosta og framsókn

Frosti Sigurjónsson þingmaður framsóknarflokksins vill að bankar og fjármálafyrirtæki greiði sérstakt ábyrgðargjald í ríkissjóð. Á móti muni ríkissjóður, þ.e. við skattgreiðendur ábyrgjast innstæður í bönkunum fari þeir á aftur á hausinn.
Þetta þýðir á mannamáli, gangi hugmyndir Frosta og framsóknarmanna eftir, að ríkið gefur út ábyrgðarvottorð  sem bankakerfið getur nýtt sér til fjámögnunnar á innlendum sem erlendum markaði og njóti þar nánast sömu kjara og ríkissjóður enda á hans ábyrgð. Þannig verði tap bankakerfisins ávalt og ætíð á ábyrgð skattgreiðenda! Tapið verði alltaf þjóðnýtt á meðan hagnaðurinn gengur óskiptur til eigendanna!!
Það hefur einhversstaðar slegið saman hjá Frosta og framsókn.

Orðin tóm

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist vilja kalla breytingar sem Seðlabankinn gerði í dag á fjárfestingarkostum krónueigenda á Íslandi, fyrstu skrefin í afnámi gjaldeyrishaftanna. Það er frekar undarleg yfirlýsing í ljósi þess að í viðtali við sama Bjarna í Viðskiptablaðinu fyrir nokkrum mánuðum kemur fram að „... Seðlabankinn hafi lækkað stöðu aflandskróna bæði með sérstökum  viðskiptum og útboðum í samræmi við áætlun um afnám hafta frá mars 2011.” Stabbinn hafi þannig verið lækkaður um 238  milljarða frá Hruni.

Ef svarið er nei ...

Samtök iðnaðarins segja að það vanti sárlega erlenda fjárfestingu á Íslandi því tækifærin til fjárfestinga hér á landi séu fjölmörg. Það kann að vera rétt, þó ég efist reyndar um það. Erlend fjárfesting á Íslandi hefur alla tíð nánast eingöngu verið bundin við stóriðju og orkuframleiðslu. Erlend fjárfesting í öðrum atvinnugreinum hefur verið lítil sem engin. Kannski á það eftir að breytast en það verður þó ekki í nánustu framtíð.

Hvergi nema á Íslandi?

 Fyrrum valdamaður í íslensku samfélagi til áratuga hefur gengist við því að hafa njósnað um samlanda sína. Gengist við er kannski ekki rétta hugtakið þar sem maðurinn opinberaði glæpinn sjálfur og óumbeðinn. Enda „hafði hann aldrei efasemdir um að hann gerði rétt með þessu“. Í flestum löndum eru þeir sem hafa verið uppvísir að slíkri framkomu gagnvart samlöndum sínum og föðurlandi fyrirlitnir og smáðir.
En ekki á Íslandi.

Eitthvað svo klikkað

Burt séð frá bjánalegum viðbrögðum forsætisráðherra við fyrirspurn formanns Bjartrar framtíðar, þá brestur eitthvað innra með manni við að heyra tvo stjórnmálamenn ræða í alvöru um hvernig eigi að fara með alla peningana sem urðu til í Hruninu. Að það sé jafnvel okkar stærsta áhyggjuefni.
Þetta er eitthvað svo klikkað.

Frábært ár hjá HB-Granda!

HB-Grandi hefur skilað lokauppgjöri vegna ársins 2014. Í stuttu máli má segja að um frábært ár hafi verið að ræða hjá fyrirtækinu þó hagnaður dragist saman frá árinu 2013. Fyrirtækið skilaði á árinu 2014 hagnaði upp á 5,6 milljörðum króna á árinu og EBITDA ársins var 7,7 milljarðar. Heildartekjur HB-Granda á árinu 2014 voru um 33 milljarðar. Launagreiðslur HB-Granda námu nærri 10 milljörðum á árinu en veiðigjöldin lækkuðu hins vegar um 35% á milli ára, úr u.þ.b. 1,8 milljörðum árið 2013 í 1,1 milljarða 2014 (sjá skýringu 7). Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður upp á 2,7 milljarða króna.
Sem sagt: Aldeilis frábært ár hjá HB-Granda!

Fúl mí vons ...!

 Samkvæmt því sem fram hefur komið í fréttum segir Davíð Oddsson, fyrrverandi bankastjóri Seðlabankans, að tilviljun ein hafi ráðið því að hann hljóðritaði símtal sitt við Geir H Haarde þar sem endanlega ákvörðun um Kaupþingslánið var tekinhaustið 2008.

Hvers vegna eru allir svona rólegir?

 Þau enduðu síðasta ár á því að afnema auðlegðarskatt og hækka skatt á matvæli. Þar áður höfðu þau í tvígang lækkað veiðigjöld og stefna á frekari lækkanir á þessu ári. Þau eru farin að grípa til falsana til að létta sér verkið að rústa rammaáætlun. Þau ætla að leggja sérstakan skatt á landsmenn fyrir að njóta íslenskrar náttúru, þjóðgarða og svæða sem áður hefur verið litið á sem sameign okkar og við ættum að geta farið gjaldfrjáls um. Þau ætla að fækka valmöguleikum okkar með því að draga til baka umsókn um aðild að ESB í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS