Tvær leiðir færar

 Fjármálaráðherra sendi fyrir helgina frá sér greinargerð um framgang losunar fjármagnshaftanna  sem sett voru á haustið 2008.
Þetta er nokkuð athyglisverð greinargerð.
Í fyrsta lagi segir í greinargerðinni að breytingar á skilmálum skuldabréfa milli Landsbanka Íslands og þrotabús gamla bankans hafi verið mikilvægur áfangi í framgangi áætlunar um afnám haftanna. Eins og allir vita var mikill ágreiningur um þetta mál á milli stjórnarflokkanna, enda mál nátengt framsóknarflokknum. Það endaði hins vegar með því að framsóknarflokkurinn var snúinn niður. Skynsemin bar heimskuna ofurliði.

Bleikjueldi Ragnheiðar

 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur ákveðið að samfélagið muni styrkja bleikjueldisfyrirtækið Matorku um mörg hundruð milljónir króna. Hún gerir það án þess að færa fyrir því sérstök rök önnur en þau að fyrirtækið hafi uppfyllt óljós skilyrði sem finna má í drögum að ósamþykktu lagafrumvarpi um ívilnanir. Sjálf segist hún ekki hafa kynnt sér málið til hlítar eins og fram kom í Kastljósinu í gær. Eignarhald á Matorku er í höndum fyrirtækja sem skráð eru í Liechtenstein, Sviss og Noregi. Eigendur þeirra fyrirtækja er fólk nátengt sjálfstæðisflokknum og ríkisstjórninni. Sumir eigendanna hafa komið fyrir þingnefnd til að tala fyrir lagafrumvarpi um ívilnanir sem ráðherrann vísar til vegna styrkjanna.
En það er ekki við þetta fólk að sakast.

Fólk átaka og upplausnar

 Ríkisstjórn hægriflokkanna er ríkisstjórn átaka og upplausnar. Hún nýtir hvert færi sem henni gefst til átaka og forðast samstöðu og samvinnu eins og heitan eldinn. Um það sjáum við ótal dæmi þessa dagana. Ráðherrar leggja sig í líma við að skapa upplausn og valda óreiðu í öllum sínum störfum. Það heyrir orðið til undantekninga ef ákvarðanir og athafnir ráðherra og þingliðs hægriflokkanna ganga snurðulaust fyrir sig. Þau virðist hvorki ráða vel við verkefnin sem þau hafa tekið að sér né hafa vilja til að eiga samstarf um lausn mikilvægra mála.
Þetta fólk kýs ófrið þó friður sé í boði.
Enda kunna þau ekki annað.

Orð til umhugsunar

Í nýlegri bók sinni, Ríkið og rökvísi stjórnmála fjallar Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, m.a. um lýðræðið og að fólki hafi á síðari tímum orðið tíðrætt um að lýðræðið eigi að vera einn mikilvægasti þáttur stjórnmálanna. Páll segist geta fallist á þetta með tveim skilyrðum þó. Það fyrra er að lýðræðið sé alls ekki nægilegt eitt og sér fyrir skynsamlegum stjórnmálum og hið síðara að lýðræðið verði að fela í sér ákveðnar aðferðir og reglur sem menn skilji og kunni að beita rétt.

Um síðara skilyrðið, þ.e.  að lýðræðið feli í sér reglur og aðferðir sem menn verði að skilja og kunna að beita rétt, segir Páll Skúlason:

Fátt er svo með öllu illt ...

 Útspil ríkisstjórnar hægriflokkanna í ESB- málinu er líklegt til að hafa talsverðar pólitískar afleiðingar til skemmri tíma og lengri.
Í fyrsta lagi er málið nú þegar orðið svo erfitt fyrir stjórnarflokkana að telja verður meiri líkur en minni á  að það verði stjórninni að falli.
Í öðru lagi er næstum öruggt að kvarnast mun mjög úr sjálfstæðisflokknum og líklegra en áður að óánægðir sjálfstæðismenn gangi úr flokknum og stofni annan.

Um gildi þingmála

Björg Thorarensen lagaprófessor segir að ríkisstjórnir séu ekki bundnar af ályktunum fyrri þinga. Sé það rétt, þýðir það þá væntanlega að þingsályktanir missa árlega gildi sitt þar sem nýtt númerað þing er sett á hverju hausti. Núverandi þing er t.d. númer 144 og þingið sem samþykkti ályktunina um umsókn að ESB var númer 137.

Díllinn

Framsóknarmenn mynduðu ágreining við sjálfstæðisflokkinn í vetur um sjávarútvegsmál. Það gerðu þeir með því að leggja fram í ríkisstjórn lagafrumvarp þar sem kveðið var á um tímabundna úthlutun aflaheimilda og um stjórnarskrárbundið ákvæði um að auðlindir sjávar væru þjóðareign. Á þetta gátu sjálfstæðismenn ekki fallist frekar en áður. Báðir flokkarnir vita sem er að það er líklega meirihluti fyrir þessum breytingum á Alþingi.
Framsóknarmenn drógu frumvarpið til baka, tiltölulega átakalaust en gegn gjaldi sem nú hefur verið opinberað. Þeir fórnuðu sem sagt þjóðareign á auðlindum sjávar fyrir viðræðuslit við ESB.

Það er ekki á hægrimenn logið

Ég nenni ekki að leiðrétta alla vitleysuna sem vall upp úr formanni fjárlaganefndar Alþingis í útvarpinu í hádeginu.

Ekkert eðlilegt við það

Það er fullkomlega eðlilegt að fyrirtæki sem það geta styrki starf stjórnmálaflokka. Reyndar má færa rök fyrir því að það sé samfélagsleg ábyrgð atvinnulífsins að styðja við stjórnmálaflokka og lýðræðislegar kosningar.

Þau ljúga og stela

Í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitisins um samkeppni á dagvörumarkaði segir m.a.: „Þannig hefur verð á innfluttum vörum ekki lækkað til samræmis við gengisstyrkingu og verðþróun erlendis síðustu misserin. Á sama tíma hefur afkoma helstu verslanasamstæðna almennt verið góð.“
Með öðrum orðum: Verslunin lýgur og stelur af almenningi.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS