Í nýlegri bók sinni, Ríkið og rökvísi stjórnmála fjallar Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, m.a. um lýðræðið og að fólki hafi á síðari tímum orðið tíðrætt um að lýðræðið eigi að vera einn mikilvægasti þáttur stjórnmálanna. Páll segist geta fallist á þetta með tveim skilyrðum þó. Það fyrra er að lýðræðið sé alls ekki nægilegt eitt og sér fyrir skynsamlegum stjórnmálum og hið síðara að lýðræðið verði að fela í sér ákveðnar aðferðir og reglur sem menn skilji og kunni að beita rétt.
Um síðara skilyrðið, þ.e. að lýðræðið feli í sér reglur og aðferðir sem menn verði að skilja og kunna að beita rétt, segir Páll Skúlason: