Eygló hæðist að starfsfólki fjármálaráðuneytisins

 Að öðrum opinberum starfsmönnum ólöstuðum vann starfsfólk fjármálaráðuneytisins stærstu afrekin á árunum eftir Hrun. Verkefnin sem það fékk í hendur voru nánast óvinnandi og lengi vel tvísýnt um hvernig myndi fara. En þau unnu hvern sigurinn af öðrum, fundu lausnir á vandamálum sem aldrei áður hafði verið tekist á við og vísuðu á leiðir út úr flóknum og vandasömum málum. Þessu fólki verður seint þakkað fyrir sín mikilvægu störf á eftirhrunsárunum.

Bara innistæðulaus orð

„Lýðræði er ekki það að tiltekinn flokkur eða hópur fólks fari fram með offorsi og komi vilja  sínum fram án þess að fjöldi annarra í samfélaginu fái rönd við reist.“ (Páll Skúlason. Ríkið og rökvísi stjórnmála).

Illa mönnuð áhöfn

Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis telur að „...búa þurfi ráðherrum betri aðstöðu til að rækja störf sín, reynda aðstoðarmenn sem gætu veitt hlutlausa ráðgjöf í samræmi við góða stjórnsýsluhætti.“ Hann bendir sömuleiðis á hið augljósa að það fólk sem gegnir ráðherrastöðum hafi hvorki „verulega reynslu af þingstörfum“ og „oft á tíðum ekki mikla reynslu úr atvinnulífinu”. Reynsla þeirra sé fyrst og fremst af störfum fyrir flokkinn sinn. Þetta kom fram í ágætu viðtali við Tryggva á RÚV fyrir ekki löngu. Allt er þetta rétt hjá Tryggva, því miður en hefur ekki fengið verðskuldaða umfjöllun í samfélaginu – aftur því miður.

Yfirgripsmikil vanþekking

Alþingi samþykkti í tvígang á síðasta kjörtímabili lög um byggingu nýs Landspítala. Um þá lagasetningu var þverpólitísk samstaða á þinginu. Það voru aðeins þrír þingmenn sem lögðust gegn því að nýtt sjúkrahús yrði byggt, þau Höskuldur Þórhallsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Margrét Tryggvadóttir. Nokkrir sátu hjá. Undirbúningur að byggingu nýs Landspítala hefur tekið mörg ár og kostað nokkra milljarða króna. Á þessum árum hafa fjölmargir sérfróðir aðilar komið að undirbúningnum og jafnframt fyrir nokkru skilað niðurstöðum. Þær niðurstöður byggjast á umfangsmiklu starfi og rannsóknum á öllum þáttum málsins.

Skál í boðinu!

Samkvæmt því sem fram kom í viðtali við Sigurð Inga Jóhannsson á RÚV í kvöld stendur til að innheimta að hámarki 1,5 milljarð á ári næstu sex árin fyrir aflaheimildir í makríl. Ráðherrann segir þetta verð „inngöngugjald“ sem útgerðin verði látin borga gegn varanlegri úthlutun í makríl.
Sjá má á vef Fiskistofu að verðmæti makríls er 41% af verðmæti þorsks. Á vef Hagstofunnar má svo sjá að útflutningsverðmæti makríls á síðasta ári var 22 milljarðar króna. Miðað við það verður aflaverðmæti makríls næstu 6 árinum 120 - 130 milljarðar. Inngöngugjaldið á móti þeim tekjum verður þá að hámarki 9 milljarðar eins og fram kom hjá ráðherranum í kvöld.

Samstaða um leynd

 Þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa lengi haft áhuga á að takmarka eða koma í veg fyrir að almenningur fái upplýsingar um skattframtöl einstaklinga og fyrirtækja. Með því vilja þeir m.a. leyna því hvað margir umbjóðendur þeirra úr hópi efnafólks leggja hlutfallslega lítið af mörkum til samfélagsins, jafnframt vilja þeir með því veikja eftirlit og aðhald með skattgreiðslum. Sumir úr röðum efnafólks hafa reyndar varað við því að upplýsingar um hagi þeirra að þessu leytinu til gætu aukið glæpatíðni í landinu.

Vond ræða fjármálaráðherra

Ræða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á ársfundi Seðlabankans í gær, olli vonbrigðum. Tvennt var það þó umfram annað sem rætt hefur verið um í því sambandi.
Í fyrsta lagi er ráðherrann nú hættur að tala um afnám gjaldeyrishafta en leggur þeim mun meiri áherslu á „losun“ þeirra. Eða m.ö.o. þá gerir hann nú ráð fyrir því að við munum búa við gjaldeyrishöft í einhverri mynd um ókomna framtíð þótt losað verði um þau að einhverju leyti. Til marks um það segir Bjarni að vonir hans standi til að á fyrri hluta þessa árs verði teknar ákvarðanir „sem marki leiðina fram á við. Árið 2015 verði ár aðgerða og lausna í þessu máli.“

Aldeilis frábært

 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að frábærlega hafi tekist með að framkvæma stóru millifærsluna. Af því tilefni er rétt að rifja aðeins upp um hvað málið snýst.
Í fyrsta lagi verða 80 milljarðar króna færðir úr ríkissjóði inn á útlánsreikninga fjármálastofnana. Þetta verður gert þannig að bankarnir fá greidd öll vanskil, dráttarvexti, greiðslujöfnunarreikninga og annan kostnað. Þegar það hefur verið greitt upp fer það sem eftir er (ef nokkuð) til greiðslu á höfuðstól útlánanna. Bankar og fjármálastofnanir fá því allt sitt greitt upp í topp, líka það sem áður hafði verið samið um að yrði afskrifað líkt og greiðslujöfnunin.

Formannskjör og afleiðingar þeirra

 Það er ekkert nýtt að formannskjör í stjórnmálaflokki valdi usla og skapi umtal innan flokka sem utan. Sem dæmi um slíkt má rifja upp þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður framsóknarflokksins í ársbyrjun 2009. Tvær umferðir þurfti til og þegar úrslit lágu loksins fyrir var tilkynnt um sigur Höskuldar Þórhallssonar en það leiðrétt nokkrum mínútum síðar.

Tveir heppnir

 Ég átti skemmtilegt spjall við gamlan sjómann á dögunum. Sá hafði verið ríflega hálfa öld á sjó á bátum af Suðurnesjum. Hann sagðist alltaf hafa verið heppinn með útgerð en það var ekki sjálfsagt á þeim tíma frekar en síðar. Aðspurður hvað hann ætti við nefndi hann að vera hjá útgerð sem borgaði launin á réttum tíma, héldi við skipi og búnaði og léti sig varða um áhöfnina. Sjálfur hef ég heilt yfir verið heppinn með útgerð að þessu leytinu til og reyndar að öðru leyti einnig þó stundum hafi verið tekist á umfram meðalhóf. Ég hef reyndar ekki verið hjá svo mörgum útgerðum frá því ég fór fyrst á sjó árið 1975 og verið lengi hjá sumum.
Það voru ekki allir jafn heppnir og við tveir, Suðurnesjamaðurinn og Norðlendingurinn.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS