Það versnar og versnar

 Formaður sjálfstæðisflokksins talar um það í fullri alvöru að skerða þurfi verkfallsrétt launafólks og segist vera þeirrar skoðunar að jöfnuður í samfélaginu  sé orðinn of mikill. Forsætisráðherrann sakar stjórnarandstöðuna um að leka upplýsingum sem komið hefur í ljós að hann eða hans fólk gaf fjölmiðlum.

Rétturinn til að svívirða og smána

 Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður hefur lagt talsvert á sig til að verja rétt manns til að svívirða, niðurlægja, smána og hæðast að fólki vegna kynferðis þess. Ef ég skil Helga Hrafn rétt vill hann meina að ekki megi skerða rétt fólks til að meiða aðra með orðum.  
Ég er algjörlega ósammála því.

Er engin leið að stöðva þau?

 Fyrirtækið Visir í Grindavík sem er í eigu Páls Jóhanns Pálssonar, þingmanns framsóknarflokksins og fjölskyldu hans, fékk mestu lækkun  allra fyrirtækja þegar ríkisstjórn hægriflokkanna lækkaði veiðigjöld sumarið 2013.
Páll Jóhann Pálsson sagði á Alþingi síðla sumars 2013 að hann væri fulltrúi útgerðarinnar á Alþingi og færi ekki leynt með það. Sem er rétt hjá honum.
Sagt er frá því á visi.is í dag að fyrirtæki í eigu eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar muni fá úthlutað makrílkvóta að verðmæti 50 milljónum króna nái frumvarp þess efnis fram að ganga á Alþingi. Sem verður að teljast líklegt.

Lái þeim hver sem vill

 Ríkisstjórn hægriflokkanna tók á fyrsta starfsári sínu ákvörðun um að hafna tekjum í ríkissjóð upp á ríflega 100 milljarða króna á kjörtímabilinu. Það gerði hún með því að fella niður auðlegðarskatt, lækka veiðigjöld, lækka skatta á tekjuhæsta hópinn, fella niður vörugjöld og fleira slíkt. Því til viðbótar ráðstafaði ríkisstjórnin um 150 milljörðum í sérstaka skattaafslætti og til fjármálastofnana á kostnað skattgreiðenda. Þessar aðgerðir allar gagnast fyrst og fremst efnameira fólki. Á sama tíma hafa skattar á matvæli hækkað og vaxtabætur lækkað, svo dæmi séu tekin, sem kemur þeim tekjulægstu verst af öllum. Þannig hefur ríkisstjórn hægriflokkanna nú þegar varið 250 milljörðum króna til að bæta kjör hinna tekjuhæstu í landinu á kostnað hinna.
Það hlýtur að vera heimsmet.

Tilgangsleysi umræðunnar

 Stundum skilur maður hvorki upp né niður í samfélagsumræðunni og hvers vegna sum mál virðast ekki ná flugi á meðan önnur fara með himinskautum, að því er virðist í algjöru tilgangsleysi. Dæmi um það er sú ákvörðun Hafnfirðinga að bjóða grunnskólanemum upp á hinsegin fræðslu í skólum bæjarins, fyrsta sveitarfélagið á Hafnarfjarðarsvæðinu til að gera slíkt.

Fjármálaráðherra vill skerða verkfallsréttinn

 Kjörtímabil ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar var eitt örfárra tímabila án verkfallsátaka og launadeilna. Undantekningin frá því var verkfall flugumferðarstjóra 2009. Á tímabilinu voru gerðir samningar við launafólk sem fólu í sér nokkra kjarabót. Mest um vert var þó að það var nauðsynlegur friður á vinnumarkaðinum, friður sem þjóðin þurfti á að halda til að hefja uppbygginguna eftir Hrunið.
Nú er öldin önnur.

Flestir treysta Katrínu Jakobsdóttur

 MMR birti nýlega niðurstöður skoðanakönnunar á trausti almennings til stjórnmálamanna. Spurt var hversu mikið eða lítið traust viðkomandi ber til formanna stjórnmálaflokkanna og forseta Íslands. Oft er það þannig í slíkum könnunum að ekki munar miklu á því hvort almenningur ber mikið eða lítið traust til ákveðinna aðila, þ.e. þeir sem skora hæst eru oft líka þeir sem eru með lægsta skorið. Þetta er þó ekki algilt.
Þegar skoðað er hver „nettó“ niðurstaða MMR könnunarinnar er, þ.e. þeir sem er treyst frekar eða mjög mikið að frádregnum þeim sem treyst er frekar eða mjög lítið kemur eftirfarandi í ljós:

Svo undan svíður

Þeir eru til sem trúa því að sjóðheitar yfirlýsingar forsætisráðherra um afnám gjaldeyrishafta hafi verið mikil tíðindi og hann standi traustum fótum með þær. Aðrir, eins og t.d. fjármálaráðherra, eru á öðru máli. Snyrtilega orðað lagði fjármálaráðherra formann framsóknarflokksins á hné sér í dag og rassskellti hann kurteislega vegna framgöngu hans. Þó svo þannig að undan svíður.
Gjáin á milli þeirra tveggja í þessu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar er bæði djúp og breið og ágreiningur þeirra á milli verður augljósari með degi hverjum. Það styttist í að eitthvað láti undan.
Líklega framsókn.
Vonandi framsókn.

Fjölmiðlar eftir Hrun

 Nú eru fimm ár frá því að skýrsla Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 var lögð fram. Skýrslan er stórmerkileg í alla staði. Hún lýsir því vel sem gerðist í stjórnmálum og atvinnulífinu á árunum fyrir Hrun og hefur vakið athygli jafnt hér heima sem erlendis.
Fjölmiðlar fengu slæma dóma í skýrslunni . Þeir þóttu óábyrgir og ógagnrýnir í umfjöllun sinni um efnahagsmál og hina nýríku stétt Íslendinga. Miðað við þá útreið sem fjölmiðlar fá í þessari merku skýrslu mætti halda að ástandið í dag væri með öðrum og betri hætti.
Skoðum það aðeins.

Óábyrgt og skaðlegt

 Ræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á flokksþingi framsóknarflokksins um helgina var öðrum þræði hefðbundin formannsræða á slíkum fundum en einnig óábyrg og skaðleg þegar litið er til þess að formaðurinn er jafnframt forsætisráðherra.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS