Hvernig í ósköpunum ...?

Það hefur ríkt góðæri í sjávarútvegi í mörg ár.
Það hefur ríkt góðæri í ferðaþjónustunni í mörg ár.
Fyrirtæki eru almennt í betri málum nú en fyrir Hrun.
​Fjármálafyrirtækin eru flest í góðum málum.
Ríkissjóði var bjargað frá gjaldþroti og rekstur ríkisins að nálgast jafnvægi.
Atvinnuleysi á Íslandi er minna en í flestum öðrum löndum. 
Hagur almennings hefur farið hægt batnandi frá Hruni.
Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt.
Hagur efnamesta fólksins er betri en oftast áður.
Fasteignaverð er á hraðri uppleið.
Verðbólga er lægri en verið hefur lengst af í sögu lýðveldisins.
Ytri aðstæður hafa verið okkur hliðhollar á síðustu árum eftir erfitt tímabil.

Samt tók það ríkisstjórn hægriflokkanna ekki nema eitt og hálft ár að setja samfélagið allt í slíkt uppnám að fá dæmi eru um frá fyrri tíð, ef nokkur.

Bjarni fer í hringi

 Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar frá vorinu 2009 segir m.a.: „Stofna skal auðlindasjóð sem fer með ráðstöfun fiskveiðiréttinda í eigu þjóðarinnar.“ Í

Þessu verður að linna

 Ríkisstjórn hægriflokkanna  glímir ekki við nein stórkostleg eða erfið mál. Mikilvægasta málið er afnám gjaldeyrishaftanna en það þarf hvorki að vera til óvinsælda fallið né strembið ef rétt er á málum haldið. Öll önnur mál eru úr ranni stjórnarflokkanna sprottin, ýmist sem hluti af stjórnarsáttmála eða hreinræktuðum stefnumálum þessara tveggja flokka. Hægrimenn geta þess vegna ekki kennt því um að óvinsældir þeirra séu sprottnar af stórum erfiðum og flóknum verkum sem þarf að vinna og þeir fengu í hendurnar óumbeðnir. Óvinsældir hægristjórnarinnar eru eingöngu vegna stefnumála hennar og framgöngu ráðherra á flestum sviðum.
Aðeins þriðjungur kjósenda styður nú ríkisstjórn hægriflokkanna.
Tveir þriðju styðja aðra flokka.

Eru kennarar hátekjufólk?

 Það er gjarnan vísað til þess í yfirstandandi kjaradeilu að kennarar hafi fengið miklar kjarabætur í síðustu samningum. Atvinnurekendur tala um að kjarasamningar kennara hafi verið af allt annarri „stærðargráðu“ en unnið hafi verið með og forystufólk úr röðum launþega um „háskóla- og hálaunastéttir“ af sama tilefni.
Þannig tala aðeins þeir sem annaðhvort vita ekki betur eða kjósa að fara með rangt mál.

Ólíkt hafast menn að

Stærstu verkefni vinstristjórnarinnar vorið 2009 voru að endurfjármagna rekstur ríkisins og leggja grunn að nýrra og betra samfélagi en við bjuggum við fram að Hruni. Hallarekstri af áður óþekktri stærð var snúið við á fjórum árum með því að afla nýrra tekna og lækka útgjöld. Nýrra tekna var aflað með því að leggja þyngri byrðar á tekjuhæstu hópana, fyrirtæki og með gjaldtöku fyrir nýtingu auðlinda. Þannig tókst jafnhliða að auka jöfnuð í samfélaginu, halda mikilvægustu stofnunum landsins gangandi, forðast langvarandi atvinnuleysi og bregðast við margs konar  bráðavanda með þessi tvö markmið í huga;endurfjármagna ríkið og leggja grunn að betra og réttlátara samfélagi.
Hvort tveggja tókst betur en flestir þorðu að vona.
Þetta  er óumdeilanlegt.

Kristján Loftsson er ga-ga

Eins og einhverjir kannski vita eru lífeyrissjóðirnir í landinu fjármagnaðir af launþegum. Kristján Loftsson vill að launþegar láti hann hafa lífeyrispeninga sína til að reka fyrirtæki sín. Hann vill hins vegar ekki að lífeyrissjóðir skipti sér af rekstri þeirra fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Hann vill fá að vera í friði fyrir þeim.
Á meðan starfsfólk fyrirtækja Kristjáns Loftssonar stendur í harðri baráttu fyrir betri kjörum, vill hann að fólkið láti hann hafa sparnaðinn sinn til ráðstöfunar án eftirlits.
Kristján Loftsson er ga-ga.

Harðsnúinn hægrimaður og ágætur í samskiptum

Það er ótrúlega auðvelt að vera andsnúinn Illuga Gunnarssyni í stjórnmálum, jafn mikill hægrimaður og hann er. Hann er mikill málafylgjumaður, rökfastur og trúr sinni pólitísku sannfæringu sem hann gefur sjaldan afslátt af. Illugi stendur framar formanni Sjálfstæðisflokknum á flestum sviðum sem stjórnmálamaður að mínu mati.
Það er líka auðvelt að láta sér líka vel við hann. Hann er almennt góður í samskiptum, sanngjarn í pólitísku þrasi, (með eðlilegum undantekningum þó) og leggur gjarnan áherslu á að skilja í sátt við pólitíska andstæðinga sína.
Þannig kynni hef ég í það minnsta af honum.
Illugi ákvað að víkja af Alþingi um tíma eftir að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis kom út 2010. Það gerði hann vegna athugasemda sem gerðar voru í skýrslunni við störf hans fyrir Glitni í aðdraganda Hrunsins. Þar breytti Illugi rétt.

Markleysa hjá þingmanni framsóknarflokksins

Atkvæðagreiðsla um mál á Alþingi fer fram eftir að um þau hefur verið fjallað í nefndum þingsins og þau undirbúin til endanlegrar afgreiðslu á þinginu sjálfu. Mál taka oft breytingum í nefndum og því er nefndarvinnan afar mikilvæg og getur ráðið úrslitum um niðurstöður mála. Atkvæðagreiðsla er oftar en ekki staðfesting á niðurstöðu meirihluta þingnefndar um hvernig málum eigi að ljúka
Yfirlýsing þingmanns framsóknarflokksins um að hann muni ekki greiða atkvæði um mál honum tengt skiptir því litlu máli um endanlega niðurstöðu. Vilji þingmaðurinn eyða öllum vafa um óeðlileg hagsmunatengsl á hann að segja sig frá málinu öllu, nefndarvinnu sem og atkvæðagreiðslum.
Annað er markleysa.

Það er ekki allt í lagi á Viðskiptablaðinu

Það kemur æ sjaldnar fyrir að ég lesi Viðskiptablaðið enda þykir það ekki sérlega trúverðugur miðill. Þó kíki ég á það á vefnum ef og til þegar enginn sér til. Það kemur og varla fyrir að ég lesi nafnlausa pistla, hvort sem þeir eru í Viðskiptablaðinu eða annarsstaðar. Á þessu eru þó undantekningar eins og gengur og ég læt freistast.
Á vefsíðu Viðskiptablaðsins má nú finna nafnlausann pistil um gjaldeyrishöftin og hugsanlegt afnám þeirra. Þar er svo sem ekkert nýtt að finna. Blaðið hefur hingað til tekið afstöðu með formanni framsóknarflokksins í því máli og skrifað af nokkurri hörku gegn málflutningi formanns sjálfstæðisflokksins. Það er allt á sínum stað í þessum pistli.

Fjöldahreyfing vandaðs fólks

Hanna Birna Kristjánsdóttir segir í bréfi til samflokksmanna sinna að sjálfstæðisflokkurinn sé „fjölda­hreyf­ing vandaðs fólks.“
Fjöldahreyfing vandaðs fólks.
Fjöldahreyfing vandaðs fólks.
Fjöldahreyfing vandaðs fólks.
Fjöldahreyfing vandaðs fólks.
Fjöldahreyfing vandaðs fólks.
Fjöldahreyfing vandaðs fólks.
Fjöldahreyfing vandaðs fólks.
Fjöldahreyfing vandaðs fólks.
Fjöldahreyfing vandaðs fólks.

Svo erum það við hin.
Hinir óvönduðu.

Mynd/PressPhotos.biz

 

 

 

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS