Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lítur á stöðuna á vinnumarkaðinum frá heldur furðulegu sjónarhorni, svo ekki sé nú meira sagt. „Við stöndum frammi fyrir alls konar kröfum, ýmist um hækkun lægstu launa eða hækkun millilauna, meta menntun til launa eða gera aðrar breytingar milli yfirvinnu og dagvinnu. Það skortir algerlega á, finnst mér, að launþegahreyfingin reyni að samrýma sína kröfugerð svo við getum haft slíka beina aðkomu,“ segir fjármálaráðherrann.
Það er einmitt það!