Eygló ótrúlega óábyrg

 Í verklagsreglum um kostnaðarmat lagafrumvarpa segir:„Kostnaðarmat skal ávallt liggja fyrir þegar frumvarp er lagt fram í ríkisstjórn. Þegar umsögn fjármálaráðuneytisins berst fær sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar afrit af henni.“ Einnig er í reglunum kveðið á um að meta verði áhrif lagafrumvarps á sveitarfélög og ef athugasemdir eru gerðar við lagafrumvarp skala gera breytingar á því.

Loddari par excellence

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður framsóknarflokksins, hét því í aðdraganda kosninganna 2013 að afnema verðtrygginguna. Reyndar stillti hann málum þannig upp að fólk hefði aðeins um tvennt að velja: framsóknarstjórn eða verðtryggingarstjórn. Hann sagði kjósendum að þetta væri í rauninni sáraeinfalt mál og aðeins þyrfti viljann til verksins. Framsóknarflokkurinn fékk góða kosningu út á loforð sín og téður Sigmundur er forsætisráðherra.
Nú er líka komið annað hljóð í strokkinn.

Hvorki lýðræðislegt né réttlátt.

 Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, vill gera breytingar á starfsemi þingsins í þeim tilgangi að gera starf þingsins skilvirkara og auka afköst.“
Gott og vel.
En Alþingi er ekki framleiðslufyrirtæki þar sem afköst eru metin í fjölda afgreiddra mála. Alþingi setur lög og það eru gæði laga sem skipta öllu máli en ekki fjöldi þeirra eða hve hratt þingið afgreiðir þau.

Þolinmæðina þrýtur

 Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er þrautreynd þingfréttakona RÚV. Hún er í góðu trúnaðarsambandi við stjórnmálamenn úr öllum flokkum sem gerir henni létt fyrir að greina pólitísku línurnar í stórum málum sem smáum. Jóhanna Vigdís sagði í Morgunútgáfunni á RÁS 2 (eftir kl. 08:00) í morgun að stóra mál samfélagsins í dag væri staðan á vinnumarkaðinum, kjaradeilurnar og það ætti þingið fyrst og síðast að vera að ræða. Síðar í sama þætti tóku þau Þórður Snær Júlíusson og Fanney Birna Jónsdóttir efnislega undir með Jóhönnu Vigdísi og sögðust lítið skilja í forgangsröð þingsins þessa dagana.

Réttmætar vangaveltur um hagsmunagæslu

Það er hárrétt hjá Svandísi Svavarsdóttur að velta upp spurningu um hvort og þá hverra hagsmuna Jón Gunnarsson gætir á Alþingi. Jón var styrktur til þings af mörgum öflugum fyrirtækjum og hefur helst beitt sér fyrir málum þeim tengdum. Þekkt dæmi eru um að Jón hafi beitt sér í þágu þeirra sem styrktu hann og ekki ólíklegt að þau séu fleiri. Það er því fullkomlega eðlilegt að upp komi spurningar um hagsmunagæslu Jóns og reyndar fleiri þingmanna sem svipað er ástatt um.
Jón Gunnarsson er dæmigerður frekjukarla-stjórnmálamaður og lætur sig hvorki varða um heiður sinn né æru þegar sá gállinn er á honum.
Sem er býsna oft. 

Hvernig er þetta hægt?

Ríkisstjórn hægriflokkanna kýs frekar ófrið og upplausn en frið og samvinnu í nær öllum málum. Gott dæmi um það er hvernig minnast skal 100 ára afmælis fullveldis landsins. Það ætti að vera tiltögulega auðvelt og einfalt að gera það. Besta leiðin er auðvitað að fá sem flesta að öllum undirbúningi og ákvarðanatöku og laða fram sjónarmið sem flestra. Sem sagt: Dæmigert mál sem hægt er að vinna saman, óháð pólitískum skoðunum þeirra sem að koma.
En þess í stað tók forsætisráðherra málið að sér einn og sér. Út úr því kom svo vond tillaga að hún fæst ekki afgreidd í þingflokki sjálfstæðisflokksins. Þannig hefur ríkisstjórninni tekist að gera algjörlega ópólitískt mál að deilumáli, ekki aðeins á milli stjórnarflokkanna heldur einnig á milli meirihluta og minnihluta þingsins.

Ef þeir vilja

 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, spurði að því á Alþingi í dag hvar í heiminum þjóðþing kæmu að vinnudeilum og gerð samninga. Hann vill að við tökum upp sams konar vinnulag við gerð samninga og tíðkast á Norðurlöndunum og talsvert hefur verið fjallað um að undanförnu, t.d. á RÚV. Guðlaugur Þór og fleiri sjálfstæðismenn hafa haldið því fram að til lítils sé að ræða kjaramál í þinginu þar sem snertifletir þings og kjaramála sé enginn.
Skoðum þetta betur.

Það búa ekki allir í Garðabænum

 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lítur á stöðuna á vinnumarkaðinum frá heldur furðulegu sjónarhorni, svo ekki sé nú meira sagt. „Við stöndum frammi fyrir alls konar kröfum, ýmist um hækkun lægstu launa eða hækkun millilauna, meta menntun til launa eða gera aðrar breytingar milli yfirvinnu og dagvinnu. Það skortir algerlega á, finnst mér, að launþegahreyfingin reyni að samrýma sína kröfugerð svo við getum haft slíka beina aðkomu,“ segir fjármálaráðherrann.
Það er einmitt það!

Þrælar úreltrar hugmyndafræði

Á vefsíðu morgunblaðsins, málgagns hægriflokkanna, segir að ríkisstjórnin sé að hugsa um að lækka skatta og fella niður þrepaskipta skattkerfið í þeim tilgangi að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Þessu er auðvelt að trúa.
En skattalækkanir hafa aldrei gagnast fólki með lág laun. Ástæðan er einföld.
* Skattar eru lágt hlutfall af lágum launum.
* Skattalækkun kallar á niðurskurð í opinberum rekstri sem aftur kallar á aukin útgjöld þeirra sem þurfa á opinberri þjónustu að halda. Það kemur verst niður á þeim sem hafa lág laun.
Hægriflokkarnir vilja ekki þrepaskipt skattkerfi og studdu ekki innleiðingu þess á síðasta kjörtímabili. Ástæðan er einföld.

Hrollköld skilaboð frá framsóknarflokknum

 Vigdís Hauksdóttir, forystumaður framsóknarflokksins á Alþingi, hélt því fram í sjónvarpsþættinum Eyjan í dag að launafólk hefði gert þegjandi samkomulag um að fara ekki í verkföll á síðasta kjörtímabili vegna þess að þá var vinstristjórn í landinu. Þar af leiðandi væru verkföll og launadeilur í dag af pólitískum rótum runnar og beindust því fyrst og síðast að ríkisstjórn hægriflokkanna en ekki að því að bæta kjör almennings. Með sömu rökum gerði hún tortryggilega þá kjarasamninga sem þegar hafa verið gerðir á vinnumarkaðinum og hæddist almennt að launafólki sem nú á í kjaradeilum.
Það voru hrollköld skilaboð sem Vigdís, fyrir hönd framsóknarflokksins, sendi launafólki í dag og vont innlegg í ástandið á vinnumarkaðinum.                    

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS