Út er kominn ný rannsóknarskýrsla um Íbúðalánasjóð en í henni kemur fram að Vinstri græn og Samfylking bera sameiginlega ábyrgð á alvarlegri stöðu sjóðsins vegna þeirra breytingar er gerðar voru í fyrri ríkisstjórnartíð þeirra. Gert er ráð fyrir því að heildartap sjóðsins vegna stjórnarhátta þessara tveggja flokka geti numið allt að 270 mia.kr. Í skýrslunni kemur fram að kunningjasamfélagið var svo náið hjá eftirlitsaðilum og yfirstofnunum ÍLS, þar sem að flokksfélagar réðu ríkjum, að mönnum yfirsást dýrkeypt mistök.
Það skýtur því skökku við að nú þegar þessir tveir vinstri flokkar eru komnir aftur til valda skuli þeir leggja upp í þá sömu vegferð og leiddi til svo gríðarlegs tjóns fyrir samfélagið, fjölskyldur og heimilin í landinu. Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur ákveðið að skipa átta nefndir til að yfirfara skuldamál heimilanna. Eitt fyrsta mál ríkisstjórnarinnar var að leggja fram frumvarp um lækkun veiðigjalda en báðir flokkar þáðu háar upphæðir í nýafstaðinni kosningabaráttu frá útgerðafyrirtækjum. Stjórnin hefur lagt fram frumvarp um almannatryggingar sem gerir ekki ráð fyrir hækkun þeirra sem lægstar tekjur hafa heldur aðeins til þeirra sem hafa atvinnutekjur og meira á milli handanna. Ríkisstjórnin hefur svo farið fram á við stjórnarandstöðuna að breyta lögum þannig að hún þurfi að leggja fram fjárlög á réttum tíma vegna þess að hún nær ekki að klára fjárlagavinnuna á tilsettum tíma.
Þeir ætla seint að læra af mistökunum vinstriflokkarnir.