Framsóknarblús

Það er rétt hjá framsóknarþingmanninum Frosta Sigurjónssyni að hafa ekki áhyggjur af umsögnum og athugasemdum sem gerðar hafa verið við efnahagstillögur ríkissjórnarinnar. Jafnvel þótt allir, innlendir sem erlendir aðilar, opinberar stofnanir sem einkageirinn og allir stjórnmálaflokkar á Alþingi (munum að sjálfstæðisflokkurinn hafnaði hugmyndum framsóknar fyrir kosningar) telji tillögurnar arfavitlausar, er það hárrétt hjá Frosta og félögum að láta það ekki hafa áhrif á sig. Í svona stöðu er best að draga skyggnið niður, þrengja sjónarhornið og loka á utanaðkomandi áreiti. Það hefur alltaf reynst framsóknarmönnum best að fara sínar eigin leiðir og láta sig litlu varða um heiður sinn og æru.
Ætli fari ekki að styttast í rannsóknarskýrsluna um Íbúðalánasjóð?