Allt orðið eins og áður var

Á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er tilkynning um að ráðherra málaflokksins muni undirrita friðlýsingu vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum í dag kl. 15:00. Jafnframt segir í tilkynningunni að eftir undirritunina verði móttaka í Félagsheimilinu Árnesi til að fagna friðlýsingunni.
Þetta féll ekki í kramið hjá ráðherrum sjálfstæðismanna sem brugðust ókvæða við og kröfuðust þess að hætt yrði við friðlýsinguna enda nóg komið af svoleiðis rugli. Og auðvitað brugðust framsóknarmenn við og hlýddu skipunum húsbónda sinna eins og þeir hafa svo oft gert í samstarfi sínu við sjálfstæðisflokkinn í gegnum árin og áratugina.
Á meðan þetta gerist situr frumvarp félagsmálaráðherra um almennatryggingar fast í þingflokki sjálfstæðisflokksins sem neitar að afgreiða þau frá sér. Enda ekki í pólitísku eðli sjálfstæðsflokksins að eyða miklu púðri í félagsleg mál.
Framsóknarflokkurinn er enn og orðin hækja sjálfstæðisflokksins og gegnir kalli hans eins og vel vaninn hundur húsbónda sínum.
Það er allt fallið í sama farið og áður.