Æ sér gjöf til gjalda

Það þarf ekkert óeðlilegt við það að fyrirtæki styðji við bakið á stjórnmálaflokkum með fjárframlögum eða öðrum hætti. Það má jafnvel færa rök fyrir því að það sé samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja, ekki síst stórra fyrirtækja, sé að styrkja lýðræðið með þeim hætti. Stjórnmálaflokkum ber sömuleiðis skylda til þess að mínu mati að leita til allra fyrirtækja eftir stuðningi en ekki útvaldra, vilji þeir á annað borð vera sjálfstæðir í störfum sínum á Alþingi.
Um leið og fyrirtæki ákveður að styðja með fjárframlögum einn stjórnmálaflokk eða stefnu umfram aðra breytist eðli stuðningsins úr stuðningi við lýðræðið í beinana fjárstuðning gegn endurgreiðslu. Fyrirtæki sem ákveður að styðja ákveðin stjórnmálaflokk en ekki annan, hefur sjálft sig yfir samfélagið og ætlast til þess að hagsmuna þess sé sérstaklega gætt af þeim sem tekur við peningunum. Það sama á við um stjórnmálaflokk sem aðeins leitar eftir stuðningi frá völdum fyrirtækjum en bíður ekki öðrum upp á að styðja sig – eða hafna.
Sjávarútvegsfyrirtæki sem neituðu Vinstri grænum um fjárstuðning fyrir kosningarnar 2013 af þeim ástæðum að flokkurinn gætti ekki hagsmuna eigenda þeirra, lýstu því í leiðinni yfir að stuðningur þeirra væri háður greiðslu í formi hagsmunagæslu á Alþingi.
Það er svo sem ekkert nýtt við það.