Fulltrúar AGS sendu í dag frá sér yfirlýsingu í kjölfar árlegrar heimsóknar sinnar til Íslands. Heimsóknir þessar eru liður í samstarfi Íslands og AGS vegna Hrunsins 2008 og markmiðið með þeim að leggja mat á uppbyggingu efnahagslífsins úr rústum Hrunsins.
Yfirlýsing AGS er áfellisdómur fyrir ríkisstjórn hægriflokkanna. Hún er alþjóðleg rassskelling á þá efnahagsstefnu sem verið er að innleiða hér á landi undir forystu framsóknarflokksins. Tökum nokkur dæmi
Í yfirlýsingu AGS segir að: „Efnahagsbati íslenska hagkerfisins er á góðri leið og útlit er fyrir áframhaldandi hægfara hagvöxt.
Ef ég man rétt lýstu formenn flokkanna því yfir á fundi fyrir tveim dögum að hér væri allt að fara í kalda kol!
Í yfirlýsingunni segir: „Atvinnuleysi fer enn minnkandi en hægt hefur á hagvexti vegna hægari erlendrar eftirspurnar og skuldaskila einkageirans. Aðstæður á fjármálamarkaði hafa batnað en fortíðarvandi heldur aftur af útlánaaukningu.“
Ef ég man rétt hafa stjórnarliðar haldið því blákalt fram að atvinnuleysið væri í raun að aukast og störfum að fækka auk þess sem allur vandi Íslands hafi orðið til eftir Hrun!
Í yfirlýsingu AGS segir einnig: „Markmið ríkisfjármála á Íslandi eru við hæfi. Markmiðin, þar á meðal heildarjöfnuður árið 2014 og fimm prósenta frumafgangur 2016, eru viðeigandi, þar sem þau munu styðja við hagvöxt, tryggja að skuldir lækki og efla fjárhagslegt svigrúm til að mæta nýrri áhættu, meðal annars vegna Íbúðalánasjóðs. Með því að halda óbreyttri stefnu eflist tiltrú markaðarins.“
Með öðru orðum þá eru verið að segja hægristjórninni að gera ekkert annað en halda óbreyttri stefnu og markmiðum sem fyrri stjórn setti. Þá verði allt í lagi.
AGS segir í yfirlýsingu sinni: „Eins og horfir mun vanta um eitt prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) upp á að markmið um halla á fjárlögum fyrir árið 2013 (1,3 prósent af VLF) náist. Þetta stafar af umfram útgjöldum, afturköllun á áætluðum tekjustofnum og minni hagvexti.“
Með öðrum orðum þá leggur AGS það mat á fjárlögin að það sé í raun hin nýja ríkisstjórn sem sé að skapa óvissu og halla með því að afturkalla áætlaðar tekjur, t.d. veiðigjaldið, auðlegðarskatt og fleira slíkt!
Og AGS segir í yfirlýsingu sinni: „Sú mikla áhætta sem enn er fyrir hendi kallar á eflingu eftirlits með fjármálakerfinu.“
Þá leggja hægrimenn auðvitiað til þess að dregið verði úr og öllu eftirliti og regluverkið einfaldað eins og kostur er!
Ja, hérna! Hvernig ætli turtildúfunum hafi liðið undir lestrinum?