Nú stendur yfir umræða um frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um hvernig skuli skipað í stjórn RÚV. Ég fjallaði örlítið um það frumvarp í pistli í gær. Hafi einhver efast um markmið frumvarsins tók nýr þingmaður sjálfstæðisflokksins af allan vafa um það í urmæðunum í morgun með eftirfarandi ummælum: „Maður vill auðvitað tryggja það að það sé alvöru fólk í þessri stjórn (RÚV). Auðvitað betra að það sé ekki mikið af vinstrafólki …“
Svona tal hélt ég reyndar að heyrði fortíðinni til og að skoðanir af þessu tagi ættu ekki lengur hljómgrunn. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hlýtur að þurfa að bregðast við þessum ummælum. Mér þykir ótrúlegt annað en fjölmiðlar og þá sér í lagi Ríkisútvarpið kanni afstöðu ráðherrans til málsins og hvort þetta er þá jafnframt áilt þingflokks sjálfstæðisflokksins sem lagði blessun sína yfir frumvarpið áður en það var lagt fram á þinginu.
Kannski var Brynjar bara að grínast eins og Jón Gunnarsson í vetur?
Kannski er öllum bara sama?