Svikin eru staðfest!

Stefnuræða forsætisráðherra fól í sér fullkomna uppgjöf gagnvart stóra loforðinu um mikla niðurfærslu húsnæðislána. Engin tillaga þess efnis kom fram í ræðunni. Engin skýr hugmynd um hvernig og hvað þá hvenær staðið yrði við það loforð. Aðeins almennt orðaðar vangaveltur um að það þyrfti að gera eitthvað. Þess í stað óskaði forsætisráðherrann eftir því að stjórnarandstaðan axlaði ábyrgðina af loforðinu. Ráðherrann kallaði eftir aðstoð, baðst vægðar og að Alþingi tæki allt á sig ábyrgðina af sviknum loforðum. Það er sú bljúga bæn sem beðin var úr ræðustól Alþingis rétt í þessu. Það tók stjórnarflokkanna sex vikur að koma orðum að stefnu ríkisstjórnarinnar. Sumarbústaðarápið hefur greinilega verið nýtt til að finna leiðir undan móður allra loforða – stóru skuldaleiðréttingunni.
Þetta var án vafa ein snautlegasta stefnuræða sem nokkur forsætisráðherra hefur flutt þjóð sinni.
Svikin eru staðfest.