Grætt og grillað

Stefnuræðu forsætisráðherra er beðið með mikilli óþreyju. Í henni hljóta að felast efndir við stóru loforðunum sem stjórnarflokkarnir tveir gáfu almenningi í landinu fyrir kosningar. Stefnuræðan verður að innihalda skýrar, vel úthugsaðar og undanbragðalausar tillögur sem fela í sér stórlækkun húsnæðislána og umtalsverða lækkun greiðslubyrði skulda almennings í landinu. Allt annað væru fordómalaus svik sem ættu sér enga hliðstæðu.
Enn hafa engin slík mál verið lögð fyrir Alþingi. Þar má hinsvegar finna frumvarp til breytinga á lögum sem varða fyrirtækin í landinu og lækkun opinbera gjalda á þau.
Það er ekki ólíklegt að slegið verði áhorfsmet þegar stefnuræðan verður flutt í kvöld. Áhorfendur verða þó líklega ekki eins samansettir og oft hefur verið þegar jafn ósexí sjónvarpsefni og stefnuræða forsætisráðherra er á dagskrá. Meirihluti áhorfenda verður væntanlega hinn venjulegi Íslendingur sem fór illa út úr Hruninu, með miklar skuldir á bakinu og kaus framsóknarflokkinn sem lofaði og lofaði og lofaði.
Hinir verða úti að grilla með Wild boys í eyranu. Þeir eru öruggir með sitt.