Mínir aumustu bræður

Oft hefur sjálfstæðisflokkurinn verið rismeiri en hann er í dag. Eftir harða stjórnarandstöðu í fjögur ár fékk hann sína næst verstu útreið í kosningum, næst á eftir kosningunum 2009. Í kjölfarið mátti hann svo þola það að verða nokkurskonar viðhengi í ríkisstjórn undir forystu framsóknarflokksins, aukaflokkur sem var ekki einu sinni nægilegt pláss fyrir í ríkisstjórnarborðið. Á endandum varði því að tæta upp nokkur ráðuneyti til að koma stólum undir söfnuðinn.
Það keyrði þó fyrst um þverbak þegar forsætisráðherrann lýsti því yfir að umfram allt væri það forseti Íslands sem færi með fullveldismál þjóðarinnar, umfram þing og ríkisstjórn. Á alþjóðavettvangi velta menn því nú fyrir sér hvernig stjórnskipunin sé orðin á landinu blá nyrst í Atlantshafinu.
Gamli valdaflokkurinn sem áratugum saman leit á utanríkis- og fullveldismál fyrst og fremst sem sín innanflokksmál, situr nú í ríkisstjórn þar sem Ólafur Ragnar Grímsson ræður utanríkismálum og fer með fullveldismál þjóðarinnar. Höfuðstöðvarnar í Bolholtinu eru orðin eins og hver önnur hjáleiga Bessastaðaóðalsins og leigan er greidd í daglegum pungspörkum framsóknarmanna gegn setu í ríkisstjórn.
Það koma þeir dagar að maður finnur meira til með sínum aumustu bræðrum en að öllu jöfnu.