Það er smám saman að koma í ljós hvaða mál verða tekin fyrir strax og sumarþingið kemur saman. Í fyrsta lagi á að afnema veiðigjaldið eins og fram kom hjá röskum ráðherra málaflokksins í fréttum í gær. Í öðru lagi á að breyta rammaáætlun. Í þriðja lagi á að afnema auðlegðarskatt og breyta skattkerfinu til fyrra horfs. Svo verður sjálfsagt rætt eitthvað um íslenska þjóðmenningu.
Algjör samhljómur er á milli ríkisstjórnarflokkanna um þessi mál og því ástæðulaust að skipa um þau nefndir eða ráð sem gera lítið annað en tefja fyrir.
Það spyrst hins vegar lítið til annarra mála, einhverra hluta vegna.