20 milljarða loforð

Formenn stjórnarflokkanna hafa á síðustu dögum lofað eftirfarandi:

  1. Afnema sérstaka veiðigjaldið
    1. Áætlað er að veiðigjaldið í heild sinni afli samfélaginu tekna sem nemur um 12-13 milljörðum (bls. 15) á yfirstandandi ári, þar af sérstaka gjaldið 8-9 milljörðum. Á næsta ári má gera ráð fyrir að veiðigjaldið gæti numið 17-18 milljörðum króna.
  2. Afturkalla allar skerðingar á elli- og örorkubótum frá Hruni
  3. Lauslega má áætla að á ársgrunni muni þetta auka útgjöld ríkisins um 3,5 milljarða króna auk áhrifa á önnur launamál í landinu upp á talsvert hærri upphæð.
  4. Reikna má með að auðlegðarskatturinn skili um 9 milljörðum króna (bls. 187) á yfirstandandi ári.
  5. Afnema auðlegðarskatt

Samtals er hér því um að ræða loforð upp á u.þ.b. 5 milljarða á dag frá því ríkisstjórnin tók við völdum sem mun búa til a.m.k. 20 milljarða gat í rekstur ríkisins og er þá langt því frá allt til talið. Samhliða þessu á að lækka aðra skatta og þar með tekjur ríkisins. Það þýðir þá að hægriflokkarnir hafa um tvennt að velja: Annaðhvort að draga úr útgjöldum um samsvarandi upphæð eða reka ríkið með halla og bæta þá milljörðum í vaxtakostnað til viðbótar við það sem þegar er.
Hvor leiðin sem farin verður – þá þarf að svara því hvernig á að fjármagna 20 milljarða loforðin áður en lengra verður haldið.
Þarf ekki einhver að spyrja að því?