Líklega nýtur enginn þingmaður meira traust meðal starfsfélaga sinna úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi en Árni Þór Sigurðsson, þó ekki sé hann óumdeildur frekar en aðrir. Það er mikið leitað til Árna Þórs í hinum ýmsu málum enda þykir hann þykir lipur í samskiptum, mannasættir og traustur á alla kanta. Fáir ef nokkrir njóta þess þverpólitíska trúnaðar sem Árni Þór nýtur.
Sagt var frá því í fréttum í dag að þingmönnum hafi almenn verið brugðið þegar Árni Þór féll í götuna eftir að hafa fengið egg í gagnaugað í mótmælunum við þinghúsið í dag. Ég efa ekki að mörgum hafi verið brugðið. Þó væntanlega ekki öllum.
Á myndinni hér að ofan má sjá glitta í Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins að baki Árna Þór þegar hann fellur í götuna. Bjarni hlýtur að vera ánægður með árangurinn af herópinu sem hann sendi úr Valhöll í gærkvöldi.
Á hverju átti hann annars von?