Eitt það skemmtilegasta við þingsetningu hverju sinni er þegar þingmenn draga um sætaskipan í þingsal. Þetta er gömul og góð hefð, vel til þess fallin að blanda hópinn saman og koma í veg fyrir flokkamyndanir í þingsalnum. Sætaskipan gildir í ár í senn þannig að þingmenn víxla sætum og fá nýja sessunauta í upphafi hvers þings. Einu föstu sætin eru þau sem þingmenn sem þurfa einhverra hluta vegna á föstu sæti að halda eins og t.d. Helgi Hjörvar og síðan fá þingflokksformenn frátekin sæti í endaröðum við aðalinnganginn í þingsalinn enda oft á miklum þönum. Sem þingflokksformaður fékk ég sæti nr. 45 sem er fyrsta sæti á vinstri hönd þegar gengið er í þingsalinn. Það er til í dæminu að þingmenn hafa óskað eftir því að verða færðir um sæti eða samið um það við aðra þingmenn einhverra hluta vegna.
Ég var sem áður heppinn með sessunaut að þessu sinni og myndi ekki vilja skipta þó það stæði mér til boða.
Það er sýnt við félagarnir eigum skemmtilegan vetur framundan og höfum um nóg að skrafa þetta þingið enda báðir áhugamenn um enska fótboltann.