Framundan er stærsti fótboltaviðburður ársins, sjálfur bikarúrslitaleikurinn. Þar munu KR-ingar reyna sig á móti harðgerðum norðanmönnum úr Þór. Ólíkt sunnangufunni eru Þórsara meitlaðir af napri norðanáttinni, mótaðir af harði lífsbaráttu norðanfólksins og sprotnir upp úr þeim jarðvegi sem aðeins harðgerðustu lífverur ná rótfestu. Þórsliðið varð til upp úr sjálfum þórsvellinum, nánast eins og það hafi alltaf verið þarna og aðeins þurft á vökvun og umhirðu að halda til að ná þeim blóma sem það er nú í. Þórsmenn, hver og einn, berjast fyrir sínu með tæru norðanhjartanum í brjósti sínu. Taktfastur hjartslátturinn og óbílandi trú Þórsara á að ná markmiðum sínum hefur leitt þá á þann stað sem þeir eru nú staddir á, í úrslitum bikakarkeppninnar.
Eiga Kr-ingar eitthvað svar við þessu? Munu þeir mæta til leiks fullir sjálfumgleði þeirra sem telja sig geta sótt gullí greipar norðanmanna fyrirhafnarlaust. Eða hefur þeim verið gert það ljóst að þeir eru í raun litla liðið á vellinum?
Norðanmenn eiga völlinn í dag.