Síðust sex árin fyrir hrun fóru útgjöld ríkisins til rekstur heilbrigðisstofanna 33 milljarða fram úr fjárlögum hvers árs. Heilbrigðisráðherrar á þessum tíma voru framsóknarmennirnir Jón Kristjánsson, Siv Friðleifsdóttir og sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson.
Síðustu þrjú árin fyrir hrun fóru útgjöld ríkisins 74 milljörðum umfram fjárlög. Fjármálaráðherra á þessum tíma var sjálfstæðismaðurinn Árni Mathiesen. Sjálfstæðisflokkurinn stýrði fjármálaráðuneytinu látlaust síðustu 18 árin fyrir hrun.
Á sama tímu jukust útgjöld til málaflokka um 49%. Forsætisráðherrar á þessum tíma voru þeir Halldór Ásgrímsson úr framsóknarflokki og Geir Hilmar Haarde úr sjálfstæðisflokki.
Á þessum tíma ríkti fullkomið stjórnleysi í rekstri ríkisins og algert ábyrgðaleysi við ráðstöfun á skattpeningum almennings.
Þetta er stór hluti þess vanda sem almenningur á Íslandi glímir nú við. Fortíðarvandi á ábyrgð þeirra sem sóuðu eigum þjóðarinnar og sýndu að mínu mati refsivert ábyrgðaleysi við stjórn landsins.
Sum þeirra telja sig nú vera í stöðu til að snupra það fólk sem er að reyna að milda það mikla tjón sem stjórnleysi þeirra kostaði íslensku þjóðina.
Það er ekki mjög trúverðugt.