Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina vegna aðgerða hennar samhliða nýjum kjarasamningum og fleiri taka undir þá gagnrýni. Gagnrýnendur vilja meina að of langt sé gengið af hálfu ríkisins. En hver er ofrausnin og í hverju felst óhófið? Hvar vilja gagnrýnendur ganga skemur og draga úr aðgerðum ríkisstjórnarinnar?
Vilja þeir hætta við að hækka atvinnuleysisbætur?
Vilja þeir hætta við að hækka bætur almannatrygginga?
Vilja þeir hætta við að auka vaxtabætur?
Vilja þeir hætta við aukin framlög til fæðingarorlofssjóðs?
Vilja þeir hætta við að auka framlögum til menntamála?
Vilja þeir hætta við að hækka persónuafslátt?
Vilja þeir hætta við að auka fjármagn til framkvæmda?
… og svo mætti áfram telja.
Þessu verða þeir að svara sem gagnrýna aðkomu stjórnvalda að gerð kjarasamninga í landinu. Á þeirrar aðkomu hefði ekki verið samið um kjarabætur fyrir þá sem verst hafa farið út úr hruninu.
Kannski er það málið hjá gagnrýnendum – að koma í veg fyrir kjarasamninga?
Í hverju er ofrausnin fólgin? Hvar er of langt gengið í að rétta hlut almennings í landinu?
Af hverju eru þeir sem hæst hafa í gagnrýni sinni ekki spurðir slíkra spurninga?